Ég get spilað það
Ég nú skín
Með tilfinningu [fjórðapartsnóta] = 96–104
1. Ljós eitt skín í sál mér,
já, ljós Krists, gallalaust.
Ég loforð eitt hef gefið,
að skína linnulaust.
Ég feta í Hans fótspor
og fylgi leiðsögn Hans.
Á öllum stundum, alls staðar,
ég vinn að velferð manns.
2. Eitt góðverk sem ég geri,
mun efla einmana.
Eitt fallegt orð sem flutt er
mun flesta uppörva.
Það val að líkjast Jesú
mun breiða‘ út elsku Hans
og eitt í einu bætum við
hér líf á jörðu manns.
Viðlag: Ég nú skín, lýsi skært í myrkrinu.
Neista þurfum til að valda verkinu.
Það er auðvelt að sjá að ég skín mest sem má
þegar ljósið hans lýsir mér frá.
Er ljósið hans lýsir mér frá.