Hjálpa eins og Jesús
Jesús hjálpaði nauðstöddum
Þegar Jesús var á jörðu, læknaði hann hina sjúku. Hann gaf þeim að borða sem voru hungraðir. Hann huggaði þá sem voru einmana.
Jesús kenndi líka lærisveinum sínum að hjálpa öðrum. Hann bauð þeim að gefa nauðstöddum mat, vatn og klæði. Hann bauð þeim að vitja þeirra sem væru einir. Jesús sagði að þegar þeir þjónuðu öðrum, væri það eins og þeir þjónuðu honum.
Fjölskylda mín veitir systur Rosu hirðisþjónustu. Systir Rosa er 90 ára og getur því ekki farið út af heimili sínu. Ég hjálpa pabba að hlaða og fara með eldivið til Rosu.
Ignacio G., 9 ára, Canelones Department, Úrúgvæ