Kveðja frá Japan!
Verið í för með Margo og Paolo er þau ferðast um heiminn, til að læra um börn Guðs.
Japan er eyja í Austur-Asíu. Þar búa yfir 126 milljón manns.
Nammi!
Sushi er vinsæll japanskur matur. Hann er búinn til úr hrísgrjónum, þangi, fiski og öðru hráefni.
Með hverjum búið þið?
Mörg japönsk börn búa með báðum foreldrum sínum og öfum og ömmum.
Barnadagur
5. maí er sérstakur frídagur sem kallast barnadagur. Fólk flaggar koinobori (fisklaga flaggi), til að heiðra börnin og óska þeim góðrar framtíðar.
Hvernig heiðrið þið ættmenni ykkar?
Þessi drengur snyrtir grafreit skyldmennis síns, til að láta virðingu sína í ljós.
Þrjú musteri eru í Japan
Í Japan eru 130.000 kirkjumeðlimir. Þessi drengur heimsótti Sapporo musterið.