Hjálparhendur um allan heim
Kynnist Amifrá Japan
Hittið Barnafélagsbörn sem hjálpa öðrum eins og Jesús gerði.
Allt um Ami
Tungumál: Japanska
Aldur: 10 ára
Markmið og draumar: 1) Verða listamaður í teiknimyndagerð. 2) Æfa hafnabolta. 3) Lesa einn kapítula í Mormónsbók dag hvern.
Fjölskylda: Mamma, pabbi, þrír bræður og ein systir
Hjálpandi hendur Ami
Ami býr á Okinawa, Japan. Fjölmargir þar áttu í vandræðum með mataröflun vegna Kóvid-19. Deild Ami skipulagði því matarúthlutanir. Hún vildi óðfús hjálpa!
Þau hittust öll í kirkjubyggingunni. Þau sýndu aðgætni við starfið. Ami var með grímu.
Ami setti saman pappaöskjur. Þegar öskjurnar voru fylltar af mat, lokaði hún þeim, svo hægt væri að líma fyrir þær. Ami hugsaði stöðugt um það hvernig Jesús hafði mettað fólk með brauðhleifum og fiskum. Hún gladdist yfir því að gefa hungruðum að borða, eins og hann gerði.
Það sem Ami heldur mestu upp á
Staður: Hafnaboltavöllur
Saga um Jesú: Þegar hann fæddist
Barnafélagslag: „Guðs barnið eitt ég er,“ (Barnasöngbókin, 2)
Matur: Steik
Litur: Smaragðsgrænn
Námsfag í skóla: Félagsfræði og leikfimi