2021
Kenning og sáttmálar: Yfirlit
Janúar 2021


„Kenning og sáttmálar: Yfirlit,“ Til styrktar æskunni, jan. 2021, 14–15.

Kom, fylg mér

Kenning og sáttmálar: Yfirlit

Ljósmynd
Kenning og sáttmálar: Yfirlit
Ljósmynd
Joseph Smith og Sidney Rigdon

Joseph og Sydney, eftir Annie Henrie Nader

Hvað er hún?

Kenning og sáttmálar er safn nútíma opinberana Guðs, aðallega veittar spámanninum Joseph Smith. Margar opinberanirnar bárust sem svar við spurningum frá Joseph og annarra fyrritíðar meðlima kirkjunnar til Guðs.

Hvers vegna var Kenning og sáttmálar búin til?

Á fyrri tíma kirkjunnar voru aðeins til örfá handskrifuð eintök þessara opinberana. Árið 1831 ákváðu kirkjuleiðtogar að prenta og gefa út opinberanirnar í Boðorðabók. Á ráðstefnu í nóvember 1831, þar sem Boðorðabókin var til umræðu, barst Joseph opinberunin sem er nú 1. kaflinn, sem formála að Kenningu og sáttmálum.

Kenningin

Fyrsta safn opinberana nefndist Boðorðabókin. Síðari söfn nefndust Kenning og sáttmálar, því í þeim var bætt við trúarpistlum „um kenningu kirkjunnar,“ stytt sem „kenningin“ (ber nú heitið Lectures of Faith [Fyrirlestrar um trú]). Í útgáfunni 1921 og síðar voru Fyrirlestrar um trú ekki hafðir með, en heitið Kenning og sáttmálar var áfram hið sama.1

Sáttmálar

Það sem eftir var bókarinnar voru opinberanir gefnar Joseph Smith. Þessi hluti var þekktur sem „Sáttmálar og boðorð Drottins,“ stytt sem „sáttmálar.“ Hinir heilögu fyrritíðar notuðu hugtökin „sáttmálar“ eða „boðorð“ til að vísa til þessara opinberana sem gefnar voru spámanninum, svo þeir gætu aðgreint þær frá öðrum ritum Josephs Smith, líkt og innblásnum prédikunum og þýðingu hans á Biblíunni.2

Hvers vegna er Kenning og sáttmálar mikilvæg á okkar tíma?

Kenning og sáttmálar hefur að geyma opinberanir Jesú Krists til fólks hans. Hún kennir okkur að Guð þekkir sérhvert okkar eftir nafni, hann hlustar á bænir okkar og svarar spurningum okkar, og að Guð talar enn á okkar tíma. Hún kennir líka verðmætar kenningar um sáluhjálparáætlunina og veitir frekari skilning á friðþægingu Jesú Krists. Hún veitir huggun með því að útskýra hvernig Guð elskar okkur og býður okkur enn að koma til sín, jafnvel þótt við gerum mistök.

Heimildir

  1. Sjá Church History Topics, „Lectures on Theology (‘Lectures on Faith’),“ ChurchofJesusChrist.org.

  2. Sjá Church History Topics, „Doctrine and Covenants“ og „Revelations of Joseph Smith,“ ChurchofJesusChrist.org.