„Tengjast,“ Til styrktar ungmennum, sept. 2021, innanverð fremri kápusíða.
Tengjast
Alora D.
19, Tennessee, Bandaríkjunum
Pabbi minn er í bandaríska hernum og því ólst ég upp við tíða flutninga. Það var erfitt að vera mannblendin og eignast vini og ég hélt að feimni mín væri mitt eina persónueinkenni, eins og ég væri einungis að mála með einum lit.
Að mála, hefur opnað augu mín fyrir því að ég sé í raun afar litrík manneskja! Oft held ég mig meira til hlés en aðrir, en persónuleiki minn er mun margbreytilegri, eins og litríkt málverk. Stundum er fólk hissa yfir því hve litrík málverkin mín eru, en ég segi þeim: „Þið ættuð bara að kynnast mér sjálfri!“
Ég er enn að átta mig á því hver ég er og þróa eigin persónuleika. Ég söng meira að segja nýlega í viðburði Stúlknafélagins, Í Návígi, í nóvember 2020. Ég veit að þegar ég geri hið einfalda, t.d. að lesa í ritningunum og biðja, þá hjálpar það mér að þekkja sjálfa mig og vita hver himneskur faðir vill að ég verði.