2021
Hvernig get ég haldið staðlana fyrir sambönd?
September 2021


„Það er erfitt að halda staðlana þegar allir sem ég þekki eru í alvarlegu sambandi við einhvern. Hvað á ég að gera?“ Til styrktar ungmennum, sept. 2021, 9.

Spurningar og svör

„Það er erfitt að halda staðlana þegar allir sem ég þekki eru í alvarlegu sambandi við einhvern. Hvað á ég að gera?“

Sjálfsbetrun

Ljósmynd
stúlka

„Reynið að horfa til eilífðar og verjið tíma í að þroska dýpri sambönd við fjölskyldu ykkar og vini. Þessi heilbrigðu mynstur munu laða aðra að ykkur, því þeir munu sjá bestu útgáfu ykkar sjálfra – þessa ósviknu!“

Ellie S., 17, Kalifornía, Bandaríkin

Leitið leiðsagnar

Ljósmynd
piltur

„Ef ykkur finnst þið sniðgengin, biðjið þá himneskan föður um huggun. Heilagur andi mun leiða ykkur og vera til staðar fyrir ykkur. Þið getið líka alltaf beðið foreldra ykkar og leiðtoga um leiðsögn, því þeir hafa verið í sömu sporum og þið!“

Jaime G., 17, Nuevo Casas Grandes, Mexíkó

Aflið nýrra vina

Ljósmynd
stúlka

„Ég minni sjálfa mig á að Guð elskar mig. Ég nýti svo tækifærið til að setja mig í samband við gamla vini og finna upp á nýjum viðburðum til að eignast nýja vini. Þið getið nýtt þennan tíma til að byggja upp sjálfstraustið, hæfileika og vitnisburð og allt mun blessast.“

Julia S., 12, Alberta, Kanada

Leiðsögn spámanna

Ljósmynd
stúlka

„Það getur verið erfitt að hugsa um eilífðina þegar ‚núið‘ virðist mikilvægara. Munið að spámenn og kirkjuleiðtogar hafa eindregið mælt gegn því að vera í ástarsambandi á unglingsárunum, jafnvel eftir 16 ára aldurinn. Alvarleg sambönd á ungdómsárum geta leitt til ástarsorgar og ósiðsemi. Þið getið líka beðið til himnesks föður um hvað sé best fyrir ykkur að gera.“

Julia C., 17 ára, Utah, Bandaríkjunum

Takið þátt

Ljósmynd
stúlka

„Góð leið til að finnast þið tilheyra, er að taka þátt í öðru. Reynið nýja íþróttagrein, reynið fyrir ykkur í skólaleikriti eða gangið í vélbúnaðarfélag. Ef þið gerið eitthvað sem ykkur finnst skemmtilegt, munuð þið hitta fólk sem ykkur finnst gott að umgangast.“

Mayah S., 16, Peking, Kína

Ykkar er valið

„Ef þið eruð orðin 16 ára, getið þið valið hvort þið viljið fara á stefnumót tvö saman. Ekki hugsa um hvað öðrum kann að finnast um ykkur, þegar þið takið þessa ákvörðun. Ef ykkur finnst þið tilbúin, gerið það þá. Ef þið eruð það ekki, gerið það þá ekki.“

Felipe M., 14, Rio de Janeiro, Brasilíu

Önnur mikilvæg sambönd

„Þótt þið séuð ekki í sambandi við ‚annan mikilvægan,‘ eigið þið samt góð sambönd við vini og fjölskyldu umhverfis ykkur. Verið þakklát fyrir þau sambönd. Verið kristileg og sýnið gott fordæmi til að styrkja þau.“

Taylee L., 17 ára, Utah, Bandaríkjunum

Bíðið með að mynda alvarleg sambönd

„Ég vil enn ekki vera í ástarsambandi. Sumar vinkonur mínar vilja ekki hanga með mér, því þær verja öllum tíma með kærasta sínum. Mér finnst ég frjáls til að hitta fólk án þess að taka mikilvægar ákvarðanir of snemma.“

Gina C., 16, Nuevo Casas Grandes, Mexíkó

Ekki setja pressu á ykkur sjálf

„Ég hef fundið sömu tilfinningu, en að biðja til Drottins, lesa ritningarnar og ræða við foreldra mína hefur hjálpað mér. Við þurfum ekki að finnast við vera undir þrýstingi, því Drottinn mun hjálpa okkur að vita þegar rétti tíminn er kominn. Njótið lífsins og verjið tíma með vinum og fjölskyldu meðan þið eruð ung! Þetta tímabil lífsins varir aðeins einu sinni, ekki finnast þið vera undir þrýstingi að hraða því.“

Victoria G., 16, Nuevo Casas Grandes, Mexíkó

Prenta