2021
Byggja sinn besta persónuleika
September 2021


„Byggja sinn besta persónuleika,“ Til styrktar ungmennum, sept. 2021, 6–7.

Kom, fylg mér

Byggja sinn besta persónuleika

Fimm leiðir til að lifa hamingjusömu og gleðiríku lífi.

Kenning og sáttmálar 95:13–14

Ljósmynd
röntgenmynd stúlku, musteristeikningar

Myndskreytingar eftir Juliet Percival

Þegar Joseph Smith fékk boð um að reisa Kirtland-musterið, skildi Drottinn hann ekki eftir einan til að átta sig á því hvernig vinna ætti allt verkið. Hann opinberaði áætlun sem yrði árangursrík.

„Lát reisa húsið, ekki að hætti heimsins,“ sagði Drottinn. „Lát því byggja það á þann hátt, sem ég mun sýna“ (Kenning og sáttmálar 95:13–14). Drottinn veitti síðan leiðbeiningar um hvernig byggja skyldi musterið (sjá Kenning og sáttmálar 95: 15–17).

Til allrar hamingju hefur Drottinn sýnt okkur meira en bara hvernig byggja skuli musteri. Hann hefur líka veitt okkur leiðbeiningar um hvernig við getum orðið eins góð og framast er unnt. Þegar við fylgjum þeim, lifum við lífinu „ekki að hætti heimsins,“ heldur á þann hátt sem Drottinn ætlaði.

Hér eru fimm leiðir til að lifa hamingjusömu og gleðiríku lífi, byggðar á Jesú Kristi.

Byggið örugga undirstöðu

Hvaða arkitekt eða byggingameistari sem er, gæti sagt ykkur að sterk undirstaða er nauðsynleg öllum byggingum. Helaman kenndi að besta undirstaða lífs okkar væri „bjarg lausnara okkar, sem er Kristur, sonur Guðs“ (Helaman 5:12). Við getum gert Krist að undirstöðu okkar með því að koma til hans og fylgja kenningum hans. Hvernig finnst ykkur þið standa ykkur í því að gera Krist að undirstöðu lífs ykkar?

Þjóna öðrum

Ljósmynd
á ferli

Önnur góð leið til að lifa lífi okkar samkvæmt Dieter F. Uchtdorf forseta, sem þá var annar ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu, er þegar „við erum á ferli, þjónandi Drottni og þeim sem í kringum okkur eru.“1 Þegar þið þjónið öðrum, gerið þið það sem Jesús gerði og lærið að verða líkari honum. Þið munuð ekki aðeins blessa líf fólksins sem þið þjónið, heldur verðið þið sjálf líka blessuð.

Venjið ykkur á að biðja og læra ritningarnar reglulega

Ljósmynd
bænarhendur

Önnur leið til að lifa gleðiríku lífi er að efla sambandið við himneskan föður og Jesú Krist. Góð leið til að gera það er með bæn og ritningarnámi.

Uchtdorf forseti sagði: „Til að efla samband okkar við Guð þurfum við innihaldsríkar stundir í einrúmi með honum. Daglegar hljóðar einkabænir og ritningarnám … eru þess virði að helga tíma og erfiði til að nálgast himneskan föður.“2

Bænin veitir okkur tækifæri til að eiga samskipti við föður okkar á himnum. Hann þekkir okkur, elskar okkur og vill heyra frá okkur! Þegar við biðjum einlæglega, færum þakkir og biðjum um það sem við þörfnumst, hlustar hann og svarar, ávallt á sinn hátt og á sínum tíma.

Hvað varðar ritningarnám, þá er engin ein rétt leið til að standa að því. Mikilvægast er að þið gerið það! Russell M. Nelson forseti hefur kennt að „dagleg ígrundun orðs Guðs, [sé] nauðsynleg til andlegrar afkomu.“3 Að verja daglega tíma með ritningunum, mun án nokkurs vafa hjálpa ykkur að byggja upp líf trúar og styrks.

Umgangist þá sem hvetja ykkur til góðra verka

Ljósmynd
drengur með útrétta arma

Himneskur faðir vill að við tengjumst og myndum sambönd við aðra – sérstaklega fjölskyldu og vini. Við erum oft mótuð af þeim sem við verjum tíma með. Hvort sem þeir eru meðlimir kirkjunnar eða ekki, ættuð þið að umgangast fólk sem hjálpar ykkur að lifa eftir fagnaðarerindinu, halda viðmið Drottins og verða betri manneskja. Þið getið líka hjálpað þeim sem umhverfis eru að gera slíkt hið sama. Hverjir vina ykkar hjálpa við að byggja undirstöðu ykkar á réttlæti?

Finnið gleði í því að byggja undirstöðu ykkar

Þið getið byggt upp líf ykkar á margan annan hátt, til að verða andlega sterk og upplifa gleði, t.d. með því að fara í kirkju og meðtaka sakramentið, gera og halda sáttmála og fylgja leiðsögn lifandi spámanna.

Mikilvægt er að hafa í huga að allt krefst þetta tíma og verka. Það er alltaf hægt að byggja upp og læra, en þið þurfið ekki að gera það ein. Drottinn mun liðsinna ykkur daglega, er þið reynið sem best að byggja upp líf sem þið og hann getið verið stolt af og veitir ykkur gleði.

Heimildir

  1. Dieter F. Uchtdorf, „Beðið átekta á veginum til Damaskus,“ (aðalráðstefna, apríl 2011).

  2. Dieter F. Uchtdorf, „Það sem mestu skiptir,” (aðalráðstefna, október 2010).

  3. Russell M. Nelson, „Hlýð þú á hann“ (aðalráðstefna, apríl 2020).

Prenta