2021
Trúarraun
September 2021


„Trúarraun,“ Til styrktar ungmennum, september 2021, 18–19.

Kom, fylg mér

Trúarraun

Kenning og sáttmálar 102–105

múgur brennir heimili

1833. Jackson-sýsla, Missouri, Bandaríkin. Múgur neyddi hina heilögu sem þar bjuggu til að yfirgefa heimili sín.

Joseph Smith á bæn

Joseph Smith íhugaði hvað taka skyldi til bragðs. Brátt barst honum opinberun. Joseph var sagt að safna liði til að ferðast til Missouri og liðsinna hinum heilögu við að endurheimta heimili sín.

fólk á ferðalagi

Joseph lagði af stað til Missouri ásamt hópi sjálfboðaliða. Hópurinn varð síðar þekktur sem Síonarfylkingin.

Ferðin var erfið á stundum, en margir nutu hennar.

maður með byssu við á

Eftir mánaðargöngu áði fylkingin nærri á einni.

Þeir heyrðu að menn biðu hinum megin árinnar eftir að ráðast á þá.

menn á tali

Hvað munum við gera?

Joseph Smith

Bíðið …

… og sjáið hjálpræði Guðs.

óveður

Brátt kom óveður.

menn í óveðri

Guð er í þessu óveðri!

menn hjá bakkafullri á

Rigningin olli því að áin varð svo vatnsmikil að fjendur fylkingarinnar gátu ekki komist yfir hana.

menn baðaðir geislum sólar

Eftir nokkra daga hlaut Joseph opinberun um að tími væri kominn til að snúa aftur heim, jafnvel þótt þeir hafi ekki liðsinnt hinum heilögu í Missouri við að endurheimta heimili sín.

Joseph Smith

Drottinn hefur veitt fórn okkar viðtöku.

Við höfum verið leiddir þetta langt til að reynt sé á trú okkar. (Sjá Kenning og sáttmálar 105:19.)

Sumum fannst ferðin misheppnuð.

maður í uppnámi

Við fórum alla þessa leið til einskis!

maður í uppnámi

Af hverju förum við heim áður en við hjálpum hinum heilögu hér?

Flestum þótti það forréttindi að vera með spámanninum og læra af honum.

menn

Síonarfylkingin hjálpaði við undirbúning framtíðarleiðtoga kirkjunnar. Átta menn sem gengu með Síonarfylkingunni voru kallaðir í Tólfpostulasveitina.