2021
Kjólakvíði
September 2021


„Kjólakvíði,“ Til styrktar ungmennum, sept. 2021, 8.

Sterkur grundvöllur

Kjólakvíði

Ljósmynd
stúlka mátar kjól

Myndskreyting eftir Alyssa Gonzalez

Þegar ég var í framhaldsskóla var ég valin til að taka þátt í tískusýningu fyrir árlegan skólaviðburð. Ég vissi að viðburðarstjórinn myndi velja kjóla sem ekki voru siðsamlegir og sagði henni því að ég myndi ekki taka þátt ef kjóllinn sem ég ætti að klæðast væri ósiðsamlegur. Hún sagði að það væri í lagi.

Þegar ég og vinir mínir fórum að skoða kjólana okkar var ég ráðvillt. Þrátt fyrir það sem viðburðarstjórinn hafði sagt mér, voru allir kjólarnir á skjön við staðlana um klæðnað og útlit sem lýst er í bæklingnum Til styrktar æskunni. Þar sem engin lausn var í sjónmáli, prófaði ég einn af ósiðsamlegu kjólunum. Ég vildi líta vel út, en þegar ég klæddist þessum kjól leið mér ekki eins og sjálfri mér. Ég hugsaði: „Hvernig liði mér í nærveru Drottins í kjól sem þessum?“

Ég hugsaði með mér hvernig ég gæti komið mér úr þessum aðstæðum. Að lokum, fann ég kjól systur minnar fyrir skóladansleikinn, sem uppfyllti staðla Drottins. Þegar ég sagði vinum mínum að ég myndi nota eigin kjól, gat ég séð á svipbrigðum þeirra að þeim fannst ég líta betur út í ósiðsamlega kjólnum. Sem betur fer sagði viðburðarstjórinn að það væri í lagi að klæðast siðsamlega kjólnum.

Ég var fegin og sjálfsörugg. Mér var sama um það sem vinum mínum fannst. Ég hafði fundið leið til að taka þátt í æðislegum og siðsamlegum kjól. Ég var þakklát fyrir að hafa hugrekki til að halda mínum háu stöðlum, sérstaklega þegar það var ekki einfalt eða vinsælt.

Jessika S., Indónesíu

Prenta