„Að efla Síon með einingu,“ Til styrktar ungmennum, september 2021, 20.
Lokaorð
Að efla Síon með einingu
Byggt á aðalráðstefnuræðu frá október 2008.
Síon er bæði staður og fólk. Síon var nafn gefið fornri borg Enoks. Drottinn kallaði þjóð Enoks Síon, „vegna þess að hugur hennar og hjarta voru eitt, og hún lifði í réttlæti og enginn fátækur var á meðal hennar“ (HDP Móse 7:8). Á öðrum stað sagði hann: „Því að þetta er Síon – hinir hjartahreinu“ (Kenning og sáttmálar 97:21).
Til að stofnsetja Síon á heimilum okkar, í greinum, deildum og stikum, þurfum við að (1) verða eitt í hjarta og huga; (2) verða heilagur lýður; og (3) annast fátæka og þurfandi. Við getum ekki beðið eftir að Síon komi til að þetta gerist – Síon mun aðeins koma þegar þetta gerist.
Við verðum eitt í hjarta og huga, þegar við hvert um sig gerum frelsarann að kjarna lífs okkar og fylgjum þeim sem hann hefur falið að leiða okkur og sameinumst í ást og umhyggju hvert fyrir öðru. Þessi eining og elska til hver annars, margfölduð þúsund sinnum á ótal vegu, mun „hverfa aftur til Síonar“ (Jesaja 52:8).