2023
Velja að þjóna
September 2023


„Velja að þjóna,“ Til styrktar ungmennum, sept. 2023.

Allt megna ég fyrir hjálp Krists

Ungmenni segja frá því hvernig Kristur hefur styrkt þau til að takast á við erfiða hluti (sjá Filippíbréfið 4:13).

Velja að þjóna

Ljósmynd
piltur

Mig langaði alltaf að þjóna í trúboði, en þegar ég varð 18 ára hófst heimsfaraldurinn. Mér fannst ég ekki vera tilbúinn til að þjóna, svo ég byrjaði í háskóla og fékk frábæran námsstyrk. Margir mæltu með því að ég ætti ekki að fara í trúboð. Mér fannst ég vera að missa löngunina til að þjóna.

M. Russell Ballard forseti sagði þá á aðalráðstefnu: „Ef þið eruð enn á réttu aldursbili fyrir trúboðsþjónustu en hafið ekki þjónað enn vegna faraldursins eða af öðrum ástæðum, býð ég ykkur núna að þjóna.“1 Þegar hann sagði orðið „núna“ fannst mér sem hann væri að tala til mín – að ég ætti að þjóna í trúboði núna. Frá þeim degi baðst ég fyrir um þetta og hlaut staðfestingu á því að það væri kominn tími fyrir mig að þjóna Drottni.

Ég hef hlotið mikla gagnrýni varðandi ákvörðun mína. Styrkurinn minn var meira að segja felldur niður. En löngun mín til að fara er nógu sterk til að ekkert af þessu skiptir máli. Ég var kallaður til að þjóna í Quetzaltenango trúboðinu í Gvatemala. Það er svo sérstakt vegna þess að foreldrar mínir voru innsiglaðir um eilífð í Gvatemala.

Ef þið eruð að velta fyrir ykkur hvort þið ættuð að þjóna í trúboði, þá er það ekki of seint! Treystið alltaf á himneskan föður og Jesú Krist. Þeir munu leiðbeina okkur og blessa okkur með hlutum sem við getum ekki ímyndað okkur.

Enoc M., Dóminíska lýðveldinu

Prenta