2023
Spámenn fylgja spámönnum
September 2023


„Spámenn fylgja spámönnum,“ Til styrktar ungmennum, sept. 2023.

Búa sig undir aðalráðstefnu

Spámenn fylgja spámönnum

Hver sem er getur fundið blessanir með því að fylgja spámanninum – jafnvel postularnir.

Við erum stöðugt beðin um að fylgja spámanninum. En sumir kunna að velta fyrir sér hvers vegna svo mikilvægt er að fylgja rödd spámannsins.

Á aðalráðstefnu í apríl 2017, bað Thomas S. Monson forseti, spámaður á þeim tíma, kirkjumeðlimi að læra, ekki bara lesa, Mormónsbók daglega. Russell M. Nelson forseti og Henry B. Eyring forseti fylgdu báðir leiðsögn spámannsins og töluðu um það sem gerðist.

Hlýðinn postuli

Ljósmynd
Russell M. Nelson

Nelson forseti sagði: „Ég hef reynt að fylgja leiðsögn [Monsons forseta]. Ég hef meðal annars gert lista yfir hvað Mormónsbók er hvað hún staðfestir, hvað hún hrekur, hvað hún uppfyllir, hvað hún skýrir og hvað hún opinberar. Að skoða Mormónsbók á þennan hátt, hefur veitt mér innsýn og innblástur!“1

Nelson forseti hélt áfram að útskýra að hann hefði spurt aðra álíka spurninga og komist að því að svo mörg líf hefðu orðið snortin af því að fylgja leiðsögn Monsons forseta. Drottinn leiðir okkur öll með spámanni okkar, ritningunum og persónulegri opinberun.

Trúfastur postuli

Ljósmynd
Henry B. Eyring

Eyring forseti sagði: „Ég hef lesið Mormónsbók dag hvern í yfir 50 ár. Ég hefði því eins vel getað hugsað með mér að þessi orð Monsons forseta væru ætluð einhverjum öðrum en mér. Ég fann þó, líkt og mörg ykkar, að orð og loforð spámannsins væru mér hvatning til að gera enn betur.“

Eyring forseti sagði ennfremur: „Að hlíta leiðsögn Monsons forseta, hefur haft dásamleg áhrif á mig á tvo aðra vegu: Í fyrsta lagi þá hefur andinn sem hann lofaði vakið hjá mér meiri bjartsýni á komandi tíð, jafnvel þótt órói heimsins virðist aukast. Í öðru lagi þá hefur Drottinn veitt mér – og ykkur – jafnvel sterkari tilfinningu um þá elsku sem hann ber til hinna nauðstöddu.“2

Allir

Allir geta fylgt og ættu að fylgja leiðsögn spámannsins frá aðalráðstefnunni. Sama hvar þið eruð á andlegu ferðalagi ykkar, þá getið þið alltaf bætt ykkur, hvort sem þið eruð postuli, glænýr trúskiptingur eða hvar sem er þar á milli. Það dregur ekki úr þörf okkar fyrir persónulega opinberun; það er önnur leið sem Guð getur blessað okkur fyrir. Ef meira að segja postular geta fundið fleiri blessanir á þennan hátt, getum við hin það svo sannarlega líka.

Prenta