2023
Tími til að dansa
September 2023


„Tími til að dansa,“ Til styrktar ungmennum, sept. 2023.

Tími til að dansa

Þessi ungmenni fundu gleði með því að sigrast á ótta og deila hæfileikum sínum með öðrum.

Ljósmynd
piltur og stúlka dansa

Ljósmyndun: Cristy Powell

Hin fjórtán ára gömlu Emo‘onahe Y. og Jax C. eiga að minnsta kosti eitt sameiginlegt: Þau sýndu bæði dans á fjöllistasýningu á FSY ráðstefnu í Provo, Utah.

Að dansa einsömul frammi fyrir þúsundum ungmenna, var hvorugu þeirra auðvelt. En þegar þau reyndu að þróa og miðla hæfileikum sínum, hafa þau hlotið opinberun og getað vaxið á þann hátt sem hefur hjálpað þeim að „verða líkari Jesú Kristi og gera [sig sjálf], annað fólk og jafnvel heiminn betri“ (Eigin framþróun: Leiðarvísir fyrir ungmenni [2019], 1).

Húlahringdans með Emo’onahe

Emo‘onahe (eh-moh-oh-nah) ákvað að deila danshæfileika sínum, sem er hluti af amerískri frumbyggjamenningu hennar. „Ein af vinum mínum sem fór á FSY á undan mér sagði mér að þau væru með þessa hæfileikasýningu og að ég ætti að koma fram,“ segir hún.

„Ég var svolítið stressuð, svo ég reyndi að einblína ekki á mannfjöldann.“ Það var samt svolítið erfitt að gera það ekki! „Ég heyrði alla ganga af göflum,“ segir hún. „Þau voru svo hávær að ég heyrði varla tónlistina, svo ég gat varla haldið takti!

Emo‘onahe hefur lagt hart að sér til að verða góð í húlahringdansi. Hún segir: „Þetta var vissulega lærdómsferli.“ En því meira sem hún æfði, því meira lærði hún um sjálfa sig.

Ljósmynd
myndir af ungri konu sem dansar frumbyggjadans

Hæfileikarík sögutjáning

Húlahringdans er form persónulegrar sögutjáningar. „Þú byrjar með einum hring sem táknar upphafið þitt og heldur svo áfram að bæta við hringjum til að tjá fleiri hluti um líf þitt. Í dansinum mínum gátuð þið séð fiðrildi, örn og kúreka,“ segir Emo‘onahe. „Þegar ég er að segja söguna mína, finnst mér ég vera að segja sögu þeirra sem ég hef lært af og reynslu sem ég hef upplifað.

Emo‘onahe er af Cheyenne og Arapahoe ættbálkunum í Oklahoma og er einnig Fort Peck Sioux og Assiniboine. Hún segir: „Mér fannst ég vera svo frábrugðin öllum öðrum,“ og stundum „olli það mér óþægindum.“ En húlahringadans dregur fram einstaklingseinkenni. Hver dansari býr til sinn eigin listdans og „það er það sem gerir hann svo einstakan og persónulegan fyrir þig,“ segir hún.

Hæfileikar geta styrkst

Emo‘onahe upplifir sig nær Guði þegar hún biðst fyrir, les ritningarnar og leitast við að fylgja Jesú Kristi. Hún finnur sig líka nær Guði þegar hún leitast við að þroska hæfileika sína. „Þegar ég tek upp hringana mína og dansa, finn ég fyrir gleði. Hún mælir með: „Finnið það sem þið hafið unun af og finnið gott fólk sem hjálpar ykkur, svo þið getið notað hæfileika ykkar til að styrkja ykkur sjálf og aðra. Að þjóna öðrum, getur einnig hjálpað ykkur að styrkja vitnisburð ykkar um Jesú Krist.“

Írskur dans með Jax

Jax var mjög kvíðin fyrir því að sýna hæfileika sína í írskum dönsum á FSY fjöllistasýningunni. „Ég var virkilega, virkilega hræddur. Eins og ég er í snákagryfju hræddur,“ segir hann. „Ég flutti stutta bæn áður en ég fór upp. Ég var enn dauðhræddur, en svo hófst tónlistin. Ég lét eins og enginn væri þarna. Og ég byrjaði bara að dansa.“

Jax hoppaði og hreyfði fæturna á hefðbundinn írskan hátt. En að sjá glaðvært andlit Jax, þá myndu líklega fæstir giska á hvílíkt erfiði þetta hefði verið að komast þangað.

Ljósmynd
ljósmyndir af pilti sem dansar írskan dans

Þróa hæfileika til hjálpar við að stjórna streitu

„Árið 2020 var ég mjög stressaður og jafnvel með sjálfsvígshugleiðingar,“ segir Jax. „Ég var á geðsjúkrahúsi í mánuð. Ég komst að því að ég var með heilabólgu og að ég væri einhverfur. Það var virkilega, virkilega erfitt.“

Þegar Jax hafði fengið einhverja meðferð vegna sálrænnar heilsu sinnar, hvatti mamma hans hann til að finna líkamlega útrás til að hjálpa honum að stjórna streitunni. Hann ákvað að leita sér persónulegrar opinberunar um hvað hann gæti gert.

„Ég baðst fyrir um það og bað um hjálp,“ segir hann. „Og ég mundi eftir að frænka mín var að kenna írskan dans. Svo ég hóf að stunda danstíma rétt fyrir stóru jólasýninguna okkar. Ég þurfti að læra um fimm dansa á tveimur vikum, svo það var gaman,“ segir Jax í gríni. Fljótlega varð írskur dans mikil blessun í lífi hans. „Hann hjálpaði virkilega við streitustigið og myrkar tilfinningar,“ segir hann.

Að deila hæfileikum sínum

Hjá FSY spurðu félagar Jax hann að því hvort hann hefði hæfileika sem hann gæti miðlað á fjöllistasýningunni. Hann tók því dansspor á gangstéttinni fyrir þá. Þegar þeir sögðu Jax að hann ætti að koma fram var fyrsta hugsun hans: „Ó, nei.“ En hann ákvað að miðla hæfileikum sínum, þótt hann væri hræddur.

Nú, þegar Jax hefur séð myndbönd af sjálfum sér koma fram á FSY, getur hann ekki annað en hlegið. „Ég var algjörlega sviplaus í fyrsta hlutanum,“ segir hann. „En svo fór fólk að fagna og ég tók að brosa.

Ungmennum sem eru í erfiðleikum gefur Jax þetta ráð: „Það er betra að tala um það við einhvern en að fela það eins og ég gerði. Drottinn veit hver þið eruð og hann mun vera til staðar fyrir ykkur. Drottinn þráir að hjálpa ykkur.

Á heildina litið finnst Jax írski dansinn hafa verið blessun frá himneskum föður.

Ljósmynd
stúlka og piltur dansa

Þið eruð einstök

Það er aldrei að vita – þegar þið snúið ykkur til Drottins, hljótið þið kannski líka innblástur til að þróa nýjan hæfileika.

Rétt eins og hjá Emo‘onahe og Jax getur heilagur andi hjálpað ykkur að bera kennsl á hæfileika. Þegar þið þróið þessa hæfileika og miðlið þeim, getið þið fundið hjálp þegar þið leitist við að verða líkari frelsaranum.

Hvaða hæfileika getið þið þróað og miðlað?

Prenta