2023
Þegar ástvinur stríðir við sálræna erfiðleika
September 2023


„Þegar ástvinur stríðir við sálræna erfiðleika,“ Til styrktar ungmennum, sept. 2023.

Lífs hjálp

Þegar ástvinur stríðir við sálræna erfiðleika

Hér eru fimm hugmyndir til að hafa í huga þegar þið viljið hjálpa einhverjum sem þjáist af þunglyndi, kvíða eða öðrum tilfinningalegum áskorunum.

kona myndar hjartatákn með höndum sínum

Myndskreyting: Toby Newsome

Það getur verið erfitt að horfa á vin eða fjölskyldumeðlim upplifa þunglyndi, kvíða eða aðra sálræna erfiðleika. Þið gætuð viljað gera eitthvað til að hjálpa en eruð ekki viss um hvað gera skal.

Hér eru nokkrar hugmyndir til að hafa í huga þegar þið íhugið hvernig á að hjálpa einhverjum sem stríðir við sálræna erfiðleika.

1. Bjóðið fram liðsinni.

stúlka að liðsinna döprum pilti

Ef þið eruð að velta fyrir ykkur hvort það sé best að bjóða liðsinni eða halda sig fjarri, þá er svarið: Bjóðið endilega liðsinni. Náin félagsleg sambönd hjálpa virkilega fólki sem stríðir við sálræna erfiðleika. Eigið samskipti við það. Verið með því. Það getur verið eitthvað einfalt og venjulegt, en endilega bjóðið fram liðsinni.

2. Gefið ekki ráð nema það biðji um það.

piltar faðmast

Ef einhver hefur ekki beðið um hjálp, byrjið þá ekki á því að gefa þeim ráð. Einblínið bara á að sýna vingjarnleika, umhyggju og einlægan áhuga, þar til þið hafið verið beðin.

3. Verið ljúf, jákvæð og samúðarfull.

stúlka með blóm

Þegar einstaklingur biður um hjálp, fylgið þá fordæmi frelsarans. Biðjið til himnesks föður um innblástur. Verið hvetjandi. Talið ljúflega við þau. Talið um jákvæða hluti. Sýnið skilning og samúð. Látið þau vita að þið styðjið þau og eruð til staðar fyrir þau. Hvetjið þau varfærnislega að leita sér faglegrar hjálpar.

4. Verið þolinmóð og þolgóð.

stúlka og piltur sitja

Fólk sem á í erfiðleikum erstundum ekki móttækilegt eða þakklátt hið ytra. Verið þolinmóð. Haldið ykkur að þeim. Einangrun er þeim afar óheilnæm. Dragið ykkur ekki algjörlega í hlé ef þau eru ekki eins móttækileg og þið vilduð.

5. Hugið líka að ykkur sjálfum.

stúlka hleypur með hund í taumi

Gætið þess vandlega að þið njótið gleði í lífinu. Haldið áfram með persónulegar bænir og ritningarnám. Farið í musterið. Gerið eitthvað annað sem þið hafið unun af. Látið ekki streitu eða áhyggjur yfir aðstæðum ástvinar yfirskyggja líf ykkar. Berið ykkur eftir stuðningi annarra, ef þið þurfið hann.