„Týndi sauðurinn,“ Til styrktar ungmennum, sept. 2023.
Dæmisögur frelsarans
Týndi sauðurinn
Góður hirðir hafði 100 sauði. Einn þeirra týndist.
Hann yfirgaf hina 99 til að leita að hinum eina týnda.
Hann varð glaður þegar hann fann sauðinn. Hann bar hann heim á herðum sér og fagnaði.
Hann kallaði á vini sína og nágranna. „Samgleðjist mér,“ sagði hann, „því að ég hef fundið sauðinn minn sem týndur var“ (Lúkas 15:6).
Hvað merkir sagan?
Þeir sem syndga eru eins og týndir sauðir. Frelsarinn kenndi að á himni væri fagnað þegar syndari iðraðist (sjá Lúkas 15:7).