2023
Finnið þið fyrir streitu, kvíða eða sorg?
September 2023


„Finnið þið fyrir streitu, kvíða eða sorg?“ Til styrktar ungmennum, Sept. 2023.

Lífs hjálp

Finnið þið fyrir streitu, kvíða eða sorg?

Hér er nokkuð sem þið gert til að vinna á því.

skífumælir með mismunandi litum og svipbrigðum

Streituprófið

Hversu sorgmædd eða stressuð eruð þið?

Ef þið upplifið vonleysi, ofsahræðslu eða langvarandi þunglyndi eða kvíða, skuluð þið leita hjálpar með því að tala við traustverðugan fullorðinn einstakling. Þið gætuð líka prófað nokkur ráð í gula hlutanum (sérstaklega grunnatriðin!), en stundum gætuð þið þurft meiri hjálp og það er allt í lagi.

Ef þið upplifið sjálfsvígshugsanir, skuluð þið strax sækja ykkur hjálp. Hafið samband við neyðarlínuna ykkar, lögreglu eða sjúkrahús.

Það er eðlilegt að vera stundum kvíðinn, dapur eða stressaður. Þessar tilfinningar vakna oft eftir aðstæðum lífsins og koma og fara eftir því sem lífið breytist. Reynið nokkur ráð sem geta hjálpað!

Grunnatriðin

  • Snúið ykkur til himnesks föður. Hann heyrir og svarar bænum ykkar. Hann mun hjálpa ykkur að takast á við áskoranir sem á vegi ykkar verða.

  • Einblínið á Krist. „Gleðin sem við finnum hefur lítið að gera með aðstæður okkar í lífinu, en þess meira með það sem við einblínum á í lífinu.“1

  • Þjónið öðrum. „Þegar við týnum okkur sjálfum í þjónustu annarra, uppgötvum við okkar eigið líf og eigin hamingju.“2

  • Haldið anda ykkar heilbrigðum. Lesið ritningarnar á hverjum degi, farið í musterið þegar mögulegt er, meðtakið sakramentið, haldið sáttmála ykkar og iðrast daglega. Biðjið um prestdæmisblessanir þegar þið þurfið á þeim að halda.

  • Haldið líkamanum heilbrigðum. Fáið nægan svefn og hreyfingu og hlýðið Vísdómsorðinu.

Ef þið finnið fyrir kvíða

  • Einbeitið ykkur að líðandi stundu. Það hjálpar ekki að hafa áhyggjur af framtíðinni eða stressa sig yfir fortíðinni. Þið getið í raun aðeins breytt líðandi stund.

  • Gefið ykkur tíma til hvílast. „Ekki er ætlast til að maðurinn hlaupi hraðar en styrkur hans leyfir“ (Mósía 4:27).

  • Hugsið jákvætt. Neikvæðar tilfinningar geta stafað af neikvæðum hugsunum. Að hugsa jákvætt, getur hjálpað ykkur að vera síður hrædd eða kvíðin.

Ef þið eruð sorgmædd

  • Vitið að raunir eru hluti af áætluninni. Að upplifa erfiðar aðstæður, þýðir ekki endilega að þið séuð að gera eitthvað rangt. Treystið því að himneskur faðir styrki ykkur og að áskoranir ykkar muni vinna að velfarnaði ykkar (Kenning og sáttmálar 90:24; sjá einnig Rómverjabréfið 8:28; Kenning og sáttmálar 122:5–9).

  • Einblínið á þakklæti. Skrifið það sem þið eru þakklát fyrir dag hvern og verið viss um að þakka himneskum föður (sjá Kenning og sáttmálar 98:1).

  • Gerið það sem þið hafið gaman af. Verjið tíma með vinum og fjölskyldu, reynið nýtt áhugamál, hlustið á upplyftandi tónlist eða ráðgerið skemmtilega viðburði.

Ef ykkur finnst þið ekki vera nægilega góð

  • Vitið að þið þurfið ekki að vera fullkomin. „Hér í jarðlífinu er fullkomnun enn í ‚biðstöðu.‘“3 Berið ykkur ekki saman við aðra, í hinu raunverulega lífi eða á samfélagsmiðlum.

  • Talið ljúflega við ykkur sjálf. Verið góð við ykkur sjálf, eins og þið mynduð vera við vin. Heilagur andi mun líka tala ljúflega við ykkur og mun aldrei hæða ykkur eða gera lítið úr ykkur.

  • Vitið að frelsarinn gerir gæfumuninn. Jesús Kristur dó fyrir syndir okkar og tók á sig sársauka okkar, sjúkdóma og veikleika (sjá Alma 7:11–12). Ef við erum auðmjúk, hefur hann lofað að „láta hið veika verða styrk“ (Eter 12:27). Við erum ef til vill ekki nógu góð á eigin spýtur, en við getum verið nógu góð með honum.

Lokaorð

Þið munið sennilega eiga marga daga þar sem þið finnið fyrir sjálfstrausti og eruð tilbúinn til að takast á við áskoranir lífsins. Sama hversu vel ykkur líður, verið viss um að halda áfram að gera grunnatriðin.

Biðjið til himnesks föður – jafnvel þegar lífið er auðvelt. Einbeitið ykkur að því sem frelsarinn hefur gert fyrir ykkur og á líf hans og kenningar – jafnvel þegar allt gengur vel. Síðan þegar þið upplifið erfiðar tilfinningar, verðið þið betur undir það búin að takast á við þær.

Heimildir

  1. Russell M. Nelson, aðalráðstefna, október 2016 (Ensign eða Liahona, nóv. 2016, 82).

  2. Dieter F. Uchtdorf, „Hamingja, þín arfleifð,“ aðalráðstefna, október 2008 (Ensign eða Liahona, nóv. 2008, 119.)

  3. Jeffrey R. Holland, aðalráðstefna, október 2017 (Ensign eða Liahona, nóv. 2017, 41.)