„Frá bréfum til beins streymis,“ Til styrktar ungmennum, ágúst. 2023.
Búa sig undir aðalráðstefnu
Frá bréfum til beins streymis
Samskipti frá kirkjuleiðtogum eru mikið breytt, en tilgangurinn er sá sami.
Fyrir næstum 2000 árum síðan
Meðan Jesús Kristur var á jörðinni skipulagði hann kirkju sína. Eftir að frelsarinn var upprisinn og stiginn upp til himna, leiddu postular hans kirkjuna með valdi, opinberun og innblæstri sem hann veitti þeim.
Á þessum tíma höfðu kirkjuleiðtogar oft samskipti við kirkjumeðlimi á ýmsum stöðum með bréfum (bréfaskriftum).
Nýja testamentið hefur að geyma bréf skrifuð af Páli, Pétri, Jóhannesi, Jakobi og Júdasi. Þessi bréf voru handskrifuð, send með mönnum, afrituð með handskrift og lesin upp.
Þessir kirkjuleiðtogar skrifuðu þessi bréf oft í sama tilgangi. Þeir leituðust við að:
-
Vitna um og kenna fagnaðarerindi Jesú Krists
-
Hvetja, innblása og lyfta.
-
Minna á boðorð og sáttmála.
-
Fjalla um áskoranir samtímans.
-
Vara við hættum.
-
Leiðrétta villur sem gætu hafa slæðst í kirkjuna.
-
Sameina kirkjuna.
í dag
Spólið áfram næstum 2000 ár og þið munið sjá að margt hefur breyst, en sumt er enn það sama.
Jesús Kristur hefur endurreist kirkju sína á jörðu og aftur eru spámenn og postular sem leiða hana. En frá tíma bréfanna hefur samskiptatækninni fleygt fram – frá prentvél til útvarps til sjónvarps til Alnetsins.
Kirkjuleiðtogar geta nú flutt boðskap á aðalráðstefnu fyrir alla kirkjuna samtímis. Hann er meira að segja sendur í gegnum gervihnött og honum streymt beint á netinu á nokkrum tungumálum í einu. Innan nokkurra daga er textinn settur á netið á nokkrum tungumálum og prentuð útgáfa er send um allan heim.
Þegar þið undirbúið ykkur fyrir komandi aðalráðstefnu, gætið þið hugsað um þessi bréf í Nýja testamentinu. Þetta voru aðrir tímar og tæknin var afar ólík. En ráðstefnuboðskapurinn uppfyllir sama nauðsynlegan tilgang. Þegar þið upplifið ráðstefnuboðskapinn, gætuð þið hugsað um hlutverk hans við að:
-
Vitna um og kenna fagnaðarerindi Jesú Krists
-
Hvetja, innblása og lyfta.
-
Minna á boðorð og sáttmála.
-
Fjalla um áskoranir samtímans.
-
Vara við hættum.
-
Leiðrétta villur sem gætu hafa slæðst í kirkjuna.
-
Sameina kirkjuna.