„Nú er Kristur upprisinn,“ Til styrktar ungmennum, sept. 2023.
Orð á orð ofan
Nú er Kristur upprisinn
Lærið hvað Páll postuli kenndi um upprisu Jesú Krists.
nú er Kristur upprisinn frá dauðum
Jesús Kristur dó á krossinum, var lagður í gröf og reis upp frá dauðum á þriðja degi.
frumgróði þeirra sem sofnaðir eru
Gríska orðið sem hér er notað fyrir frumgróði merkir fyrsta uppskera ársins. Hún er sú fyrsta sem er uppskorin – sú fyrsta af fleirum sem koma skulu.
Orðtakið þeim sem sofnaðir eru merkir „þá sem eru dánir.“
Jesús Kristur var sá fyrsti sem reis upp og eftir upprisu hans, munu allir menn rísa upp.
dauðinn kom fyrir mann
Hér er verið að ræða um Adam. Fall hans merkir að allir menn sem koma í heiminn munu deyja. (Sjá HDP Móse 4.)
allir munu lífgaðir verða fyrir samfélag sitt við Krist
Allir menn munu rísa upp vegna upprisu Jesú Krists. Það merkir að allir sem einhvern tíma hafa lifað eða munu lifa, munu reistir upp. Andi okkar mun sameinast líkama okkar og líkami okkar verður fullkominn og ódauðlegur. (Sjá Alma 11:43–45.)