2010–2019
Maður prestdæmisins
Apríl 2014


Maður prestdæmisins

Þið getið verið góðar, meðalgóðar eða slæmar fyrirmyndir. Þótt það gæti haft litla þýðingu í ykkar huga, þá er það Drottni mikilvægt.

Allir eigum við okkur hetjur, einkum þegar við erum ungir. Ég fæddist í Princeton, New Jersey, í Bandaríkjunum. Frægustu íþróttaliðin í nágrenninu höfðu aðsetur í New York City.. Á þessum liðna tíma voru þar þrjú hornaboltalið: Brooklyn Dodgers, New York Giants og New York Yankees. Philadelphia var jafnvel enn nærri heimili okkar og þar var aðsetur hornboltaliðanna Athletics og Phillies. Ég átti mér margar hetjur í hafnarboltanum í þessum liðum.

Joe DiMaggio, sem lék með the New York Yankees, var aðalhetjan mína. Þegar bræður mínir og vinir léku hornabolta á skólalóðinni við hlið heimilis okkar, reyndi ég að sveifla kylfunni eins og mér fannst Joe DiMaggio gera það. Þetta var fyrir tíma sjónvarpsins (og er fornaldarsaga), svo ég hafði aðeins myndir úr fréttablöðum til viðmiðunar til að herma eftir kylfusveiflu hans.

Á æskuárum mínum ók faðir minn mér á Yankee leikvanginn. Það var í eina skiptið sem ég sá Joe DiMaggio leika. Í huga mínum fæ ég enn séð hann sveifla kylfunni, líkt og ég væri þar enn, og hvíta hornboltann þjóta upp að áhorfendapöllunum.

Leikni mín í hornbolta jafnaðist engan vegin á við þessa bernskuhetju mína. Í þau fáu skipti sem ég náði að slá hornboltann vel, þá hermdi ég eins nákvæmlega eftir hans öflugu sveiflu og mér var framast unt.

Þegar við veljum okkur hetjur, förum við meðvitað eða ómeðvitað að tileinka okkur það sem við dáum í fari þeirra.

Til allrar lukku, þá sáu foreldrar mínir til þess að góðar hetjur yrðu mín fyrirmynd þegar ég var drengur. Faðir minn fór með mig aðeins einu sinni á Yankee leikvanginn til að horfa á hetjuna mína leika hornbolta, en hvern sunnudag lét hann mig horfa á mann prestdæmisins, sem varð hetjan mín. Sú hetja mótaði líf mitt. Faðir minn var greinarforseti fámennrar greinar, sem kom saman á heimili okkar. Meðan ég man, þá vorum við í kirkju þegar við komum niður á neðrihæðina á sunnudagsmorgni. Í greininni voru aldrei fleiri en 30 manns sem komu saman.

Ungur maður ók venjulega móður sinni að húsi okkar fyrir samkomur, en koma aldrei inn fyrir. Hann var ekki meðlimur. Það var faðir minn sem hafði árangur af því að fara út að bílnum hans og bjóða honum að koma inn á heimilið okkar. Hann lét skírast og varð fyrsti og eini leiðtogi minn í Aronsprestdæminu. Hann varð prestdæmishetjan mín. Ég man enn eftir tréstyttunni sem hann gaf mér sem viðurkenningu fyrir að hafa fullunnið það verkefni að höggva eldivið fyrir ekkju eina. Ég hef ætíð reynt að líkja eftir honum þegar ég vegsama réttvísan þjón Guðs.

Ég valdi mér aðra hetju í þessari fámennu kirkjugrein. Hann var landgönguliði sjóhers Bandaríkjanna og kom á samkomur okkar í sínum græna einkennisbúningi. Það voru stríðstímar, svo það eitt og sér gerði hann að hetju í mínum augum. Hann hafði verið sendur í Princeton háskólann af sjóhernum til frekari menntunar. að sem tók langt fram einkennisbúningi hans, var að horfa á hann leika sem fyrirliða ameríska fótboltaliðsins á Palmer leikvangi Princeton háskólans. Ég horfði á hann leika með körfuboltaliði háskólans og líka sem aðalgrípara í hornboltaliði háskólans.

Það sem meira var, hann kom á heimili mitt á virkum dögum og kenndi mér hvernig skjóta ætti körfubolta með bæði hægri og vinstri hönd. Hann sagði mig þurfa á þessari tækni að halda, því að dag einn mundi ég leika með góðum körfuboltaliðum. Mér varð það ekki ljóst á þessum tíma, en um árabil, þá var hann mér fyrirmynd að sönnum manni prestdæmisins.

Sérhver ykkar mun verða fyrirmynd að manni prestdæmisins, hvort sem þið kærið ykkur um það eða ekki. Þið urðuð sem lýsandi kerti þegar þið tókuð á móti prestdæminu. Drottinn setti ykkur á ljósastiku til að lýsa öllum veginn umhverfis ykkur. Það á einkum við um þá sem tilheyra prestdæmissveit ykkar. Þið getið verið góðar, meðalgóðar eða slæmar fyrirmyndir. Þótt það gæti haft litla þýðingu í ykkar huga, þá er það Drottni mikilvægt. Hann orðaði þetta svona:

„Þér eruð ljós heimsins. Borg, sem á fjalli stendur, fær ekki dulist.

Ekki kveikja menn heldur ljós og setja undir mæliker, heldur á ljósastiku, og þá lýsir það öllum í húsinu.

Þannig lýsi ljós yðar meðal mannanna, að þeir sjái góð verk yðar og vegsami föður yðar, sem er á himnum.“1

Ég hef verið blessaður með fordæmi góðra prestdæmishafa í þeim sveitum sem ég var svo lánsamur að þjóna í. Þið getið gert það sem þeir gerðu fyrir mig með því að vera öðrum fyrirmynd til eftirbreytni.

Ég hef greint þrjú almenn persónueinkenni hjá þeim prestdæmishöfum sem eru hetjur í mínum augum. Fyrsta er fyrirmynd bænar, annað er þjónustulund og þriðja óhagganleg ráðvendni.

Við biðjum allir, en sá prestdæmishafi sem þið viljið vera biður oft og af einlægum ásetningi. Á kvöldin krjúpið þið og þakkið Guði fyrir blessanir dagsins. Þið þakkið honum fyrir foreldra ykkar, kennara og góðar fyrirmyndir til eftirbreytni. Þið tilgreinið sérstaklega í bænum ykkar hverjir hafa blessað ykkur og hvernig yfir daginn. Til þess þarf nokkrar mínútur og þó nokkra hugsun. . Þetta mun vekja ykkur undrun og breyta ykkur.

Þegar þið biðjið um fyrirgefningu, munuð þið finna að þið fyrirgefið öðrum. Þegar þið þakkið Guði fyrir gæsku hans, munuð þið hugsa um aðra, með nafni, sem þurfa á gæsku ykkar að halda. Sú reynsla mun dag hvern vekja ykkur undrun og smám saman breyta ykkur.

Ég lofa ykkur því að slík innileg bænagjörð mun meðal annars breyta ykkur á þann hátt að þið finnið sannlega að þið eruð börn Guðs. Þegar þið vitið að þið eruð börn Guðs, munuð þið líka vita að hann væntir mikils af ykkur. Þar sem þið eruð börn hans þá væntir hann þess að þið fylgið kenningum hans og kenningum hans ástkæra sonar, Jesú Krists. Hann væntir þess að þið séuð örlátir og vingjarnlegir við aðra. Hann verður vonsvikinn, ef þið eruð drambsamir og sjálfmiðaðir. Hann mun blessa ykkur með þrá til að setja hagsmuni annarra ofar ykkar eigin.

Sumir ykkar eruð þegar fyrirmyndir að óeigingjarnri prestdæmisþjónustu. Prestdæmishafar fara í musterin um allan heim fyrir sólarupprás. Sumir þeirra þjóna langt fram yfir sólsetur. Það er hlýst engin viðurkenning eða hylli almennings í þessum heimi fyrir þá fórn á tíma og vinnu. Ég hef verið með ungu fólki er það þjónar þeim í andaheimi, sem ekki hafa getað gert tilkall til eigin musteriblessana.

Þegar ég sé gleði, fremur en þreytu, á ásjónum þeirra sem þjóna þar árla og síðla, veit ég að launin eru mikil í þessu lífi fyrir slíka óeigingjarna prestdæmisþjónustu, en þau eru aðeins brot af þeirri gleði sem þau munu upplifa með þeim í andaheimum sem þau þjónuðu.

Ég hef séð þessa sömu gleði á ásjónum þeirra sem tala við aðra um blessanirnar þær sem hljótast af því að tilheyra ríki Guðs. Ég veit um greinarforseta sem næstum dag hvern kemur með fólk til trúboðanna til kennslu. Fyrir aðeins fáeinum mánuðum var hann ekki meðlimur kirkjunnar. Nú kenna trúboðar og fólki fjölgar og það eflist í greininni vegna framlags hans. Það sem meira er, hann er ljós fyrir aðra um að ljúka upp munni sínum og hraða þannig samansöfnun Drottins á börnum himnesks föður.

Þegar þið biðjið og þjónið öðrum, mun þið vaxa í þeirri vissu að þið eruð börn Guðs. Þið verið meðvitaðri um að vonbrigði hans, ef þið eruð á einhvern hátt óheiðarlegir. Þið verið staðráðnir í því að standa við orð ykkar gagnvart Guði og öðrum. Þið verðið meðvitaðri um að taka ekki það sem aðrir eiga. Þið verðið heiðarlegri gagnvart vinnuveitanda ykkar. Þið verðið staðráðnari í því að mæta tímanlega og ljúka hverju því verki sem Drottinn hefur falið ykkur og þið hafið tekið að ykkur.

Börn þeirra fjölskyldna sem þið eruð kallaðir til að heimiliskenna, munu hlakka til komu ykkar, fremur en að velta vöngum yfir komu ykkar. Börnin mín hafa hlotið þessa blessun. Í uppvexti sínum höfðu þau prestdæmishetjur til að auðvelda sér að setja eigin stefnu í þjónustu við Drottin. Sú blessaða fyrirmynd er nú að færast yfir á þriðja ættlið afkomenda.

Boðskapur minn er líka þakkargjörð.

Ég þakka fyrir bænir ykkar. Ég þakka ykkur fyrir að krjúpa og viðurkenna þá staðreynd að þið hafið ekki öll svörin. Þið biðjið til Guðs himins til að tjá þakklæti ykkar og leita blessana hans fyrir ykkur og fjölskyldu ykkar. Ég þakka fyrir þjónustu ykkar við aðra og að þið finnið ekki þörf fyrir að fá viðurkenningu fyrir þjónustu ykkar.

Við höfum tekið á móti þeirri viðvörun Drottins, að ef við sækjumst eftir viðurkenningu í þessum heimi fyrir þjónustu okkar, getum við orðið af æðri blessunum. Hafið þessi orð í huga:

„Varist að iðka réttlæti yðar fyrir mönnum, þeim til sýnis, annars eigið þér engin laun hjá föður yðar á himnum.

Þegar þú gefur ölmusu, skaltu ekki láta þeyta lúður fyrir þér, eins og hræsnarar gjöra í samkunduhúsum og á strætum til þess að hljóta lof af mönnum. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín.

En þegar þú gefur ölmusu, viti vinstri hönd þín ekki, hvað sú hægri gjörir,

svo að ölmusa þín sé í leynum, og faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér.“2

Þeir sem hafa verið mínar fyrirmyndir um mikilhæfa prestdæmishafa hafa ekki auðveldlega séð sig búa yfir hetjueiginleikum. Í raun virtust þeir eiga erfitt með að sjá það sem ég hafði svo mikið dálæti á í fari þeirra. Ég sagði föður minn hafa verið trúfastan forseta fámennrar greinar kirkjunnar í New Jersey. Síðar varð hann meðlimur í aðalnefnd sunnudagaskóla kirkjunnar. Ég tala þó í dag af varfærni um hans hæversku prestdæmisþjónustu, því hann var hæverskur.

Það sama á við um sjóliðann sem var herja bernskuáranna. Hann talaði aldrei við mig um prestdæmisþjónustu sína eða afrek sín. Hann veitti bara þjónustu. Ég heyrði aðra tala um trúmennsku hans. Hvort hann hafi greint þau persónueinkenni í fari sínu sem ég greindi, get ég ekki sagt til um.

Ráðgjöf mín til ykkar, sem viljið blessa aðra með prestdæminu, snertir líf ykkar, sem er öllum einkamál nema Guði.

Biðjið til hans. Þakkið honum fyrir allt hið góða í lífi ykkar. Biðjið þess að fá að vita hvaða einstaklinga hann hefur sett á leið ykkar, svo þið getið þjónað þeim. Biðjið hann heitt og innilega um að hjálpa ykkur að þjóna þeim. Biðjið þess að þið fáið fyrirgefið, svo hægt sé að fyrirgefa ykkur. Þjónið þeim síðan, sýnið þeim elsku og fyrirgefið þeim.

Framar öllu, minnist þess að af allri ykkar þjónustu, þá er engin mikilvægari en sú að hjálpa öðrum að einsetja sér að keppa að eilífu lífi. Guð hefur veitt okkur yfirgripsmikla handleiðslu um notkun prestdæmisins. Hann er fullkomin fyrirmynd um það. Það fordæmi sjáum við að nokkru hjá þeim sem bestir teljast meðal jarðneskra þjóna hans:

„Og Drottinn Guð talaði til Móse og sagði: Himnarnir eru margir og maðurinn getur ekki talið þá, en á þeim hef ég tölu, því að þeir eru mínir.

Og sem ein jörð mun líða undir lok og himnar hennar, svo mun og önnur koma. Og enginn endir er á verkum mínum, og ekki heldur á orðum mínum.

Því að sjá. Þetta er verk mitt og dýrð mín ‒ að gjöra ódauðleika og eilíft líf mannsins að veruleika.“3

Okkur ber að hjálpa við það verk. Hver okkar getur lagt sitt af mörkum. Við höfum verið búnir undir okkar stund og stað á efstu dögum, í þessu helga verki. Hver okkar hefur verið blessaður með fordæmi þeirra sem hafa gert þetta verk að æðsta tilgangi síns tíma á jörðinni.

Ég bið þess að við hjálpum hver öðrum að standa undir þessu tækifæri.

Guð faðirinn lifir og mun bænheyra ykkur með þeirri hjálp sem þið þurfið til að þjóna honum vel. Jesús Kristur er hinn upprisni Drottinn. Þetta er hans kirkja. Prestdæmið sem þið hafið er valdsumboðið til að starfa í hans nafni, til að þjóna börnum Guðs í verki hans Þegar þið helgið ykkur þessu verki af öllu hjarta, mun hann efla ykkur. Því heiti ég ykkur, í nafni Jesú Krists, frelsara okkar, amen.