Mesta gleðin er að vita að þau viti
Ég veit ekki hvort nokkuð annað í þessum heimi gæti fært meiri hamingju og gleði en að vita að börn okkar þekki frelsarann.
Systkin, undanfarið hef ég íhugað eftirfarandi spurningu: „Ef öll þekking barna ykkar á fagnaðarerindinu kæmi frá ykkur – sem þeirra eina upplýsingaveita – hversu mikið myndu þau vita?“ Þessi spurning höfðar til allra sem elska, kenna eða hafa áhrif á börn.
Getum við gefið börnum okkar meiri gjöf en þá minningu, brennda djúpt í hjörtum þeirra, að við vitum að lausnari okkar lifir? Vita þau að við vitum? Það sem meira er, hafa þau sjálf komist að því að hann lifir?
Þegar ég var drengur, þá var ég erfiðasta barn móður minnar að ala upp. Ég bjó yfir ofgnótt af orku. Móðir mín sagði mér að mesti ótti hennar hefði verið að ég myndi ekki lifa af að komast á fullorðinsárin. Ég var hreinlega of virkur.
Ég man eftir því eitt sinn, sem ungur drengur, að sitja í sakramentissamkomu með fjölskyldu okkar. Móðir mín hafði nýlega fengið nýjar ritningar. Þessar nýju ritningar höfðu að geyma Biblíuna og þrennuna í einni bók og í miðjunni voru auðar síður sem hægt var að nota fyrir glósur.
Ég spurði hvort ég mætti halda á ritningunum hennar, á meðan samkomunni stóð. Hún vonaðist til að auka hjá mér lotninguna og rétti mér ritningarnar. Þegar ég skoðaði ritningarnar hennar, tók ég eftir því að hún hafði skrifað persónulegt markmið á eina af auðu síðunum. Ég þarf að segja ykkur, til að setja markmið hennar í samhengi, að ég heiti Brett og er næstelstur af sex börnum. Móðir mín hafði skrifað, með rauðum penna, einungis eitt markmið: „Sýna Brett þolinmæði!“
Annað dæmi, sem hjálpar ykkur að skilja þá áskorun foreldra minna að ala fjölskyldu okkar, er fjölskylduritningalesturinn hjá okkur. Á hverjum morgni las móðir mín úr Mormónsbók fyrir okkur fjölskylduna við morgunverðinn. Á meðan sátum Dave, eldri bróður minn, og ég hljóðlega en engin var lotningin. Ef ég á að vera algjörlega heiðarlegur þá hlustuðum við ekki. Við vorum að lesa það sem stóð á morgunverðar umbúðunum.
Einn morguninn ákvað ég loks að láta móður mína vita. Ég spurði: „Hvers vegna ertu að gera okkur þetta? Hvers vegna ertu að lesa í Mormónsbók á hverjum morgni?“ Síðan kom ég með yfir yfirlýsingu sem ég skammast mín fyrir. Ég á bágt með að trúa því að ég hafi í raun sagt þetta. Ég sagði við hana: „Mamma, ég er ekki að hlusta!“
Alúðlegt svar henni hefur haft djúpstæð áhrif á líf mitt. Hún sagði: „Sonur sæll, ég var á fundi þar sem Marion G. Romney forseti kenndi blessanir þess að lesa í ritningunum. Á þessum fundi fékk ég loforð um að ef ég myndi lesa fyrir börnin mín úr Mormónsbók á hverjum degi, þá myndi ég ekki glata þeim.“ Síðan horfði hún beint í augu mín og af mikilli ákveðni sagði hún: „Og ég mun ekki glata ykkur!“
Þessi orð nístu djúp í hjarta mitt. Þrátt fyrir ófullkomleika minn þá var ég enn þess verður að vera bjargað! Hún kenndi mér þann eilífan sannleika að ég er sonur ástríks himnesks föðurs. Ég komst að því að það skipti ekki máli hverjar aðstæðurnar voru, ég var þess virði. Þetta var fullkomið andartak fyrir ófullkominn lítinn dreng.
Ég er eilíflega þakklátur fyrir þann engil sem móðir mín er og fyrir alla engla sem elska börn sín fullkomlega, þrátt fyrir ófullkomleika þeirra. Ég staðfastlega trúi að allar systur – ég kalla þær „engla“ – séu mæður í Síon, hvort sem þær giftist eða eignist börn í þessari jarðvist eður ei.
Fyrir mörgum árum lýsti Æðsta forsætisráðið yfir: „Móðurhlutverkið er nærri guðdómleikanum. Það er hin æðsta, helgasta þjónusta sem mannkynið getur tekið sér fyrir hendur. Sú sem heiðrar þessa helgu köllun og þjónustu er í stöðu við hlið engla.“
Ég er þakklátur fyrir engla út um alla kirkjuna sem hreinskilnislega og af ástúð kenna börnum himnesks föður eilífan sannleika.
Ég er þakklátur fyrir gjöfina sem Mormónsbók er. Ég veit að hún er sönn. Hún geymir fyllingu fagnaðarerindis Jesú Krists. Ég veit ekki um neinn sem les staðfastlega og daglega í Mormónsbók af einlægum ásetningi og með trú á Krist en hefur glatað vitnisburði sínum og horfið á braut. Spámannslegt loforð Morónís ber með sér lykilinn að þekkingu alls – þar á meðal að getuna til að greina og forðast blekkingar andstæðingsins. (Sjá Moró 10:4–5.)
Ég er einnig þakklátur fyrir ástríkan himneskan föður og son hans Jesú Krist. Frelsarinn gaf fullkomið fordæmi þess að lifa í ófullkomnum og óréttlátum heimi. „Vér elskum, því að hann elskaði oss að fyrra bragði“ (1 Jóh 4:19). Ást hans til okkar er ómælanleg. Hann er besti vinur okkar. „Sveiti hans varð eins og blóðdropar,“ fyrir þig og fyrir mig (Lúk 22:44). Hann fyrirgaf þeim sem ekki virtist hægt að fyrirgefa. Hann elskaði þá sem enginn elskaði. Hann gerði það sem enginn dauðleg manneskja gat gert. Hann kom á friðþægingu til að yfirstíga syndir, þjáningar og sjúkdóma alls mannkyns.
Við getum lifað með það loforð, vegna friðþægingar Jesú Krists, að það skiptir ekki máli hver erfiði okkar eru, við getum alltaf fundið von í honum, „sem máttinn hefur til að frelsa“(2 Ne 31:19). Við getum upplifað gleði, frið, hamingju og eilíft líf vegna friðþægingar hans.
Boyd K. Packer forseti kenndi: „Enginn ávani, ánetjun, mótþrói, brot, fráhvarf eða glæpur er undanskilinn loforðinu um fullkomna fyrirgefningu, fyrir utan þá fáeinu sem falla í glötun. Það er loforð friðþægingar Jesú Krists.“
Einn af mögnuðustu atburðum í mannkynssögunni er heimsókn frelsarans til hinna fornu íbúa Ameríku. Sjáið fyrir ykkur í huga ykkar hvernig það gæti hafa verið að vera viðstödd. Er ég hef íhugað kærleik hans og blíða þjónustu til handa þeim hópi heilagra sem höfðu safnast saman við musterið, þá hef ég leitt hugann að hverju því barni sem ég elska meira en lífið sjálft. Ég hef reynt að ímynda mér hvernig mér myndi líða að sjá börnin okkar, að persónulega vera vitni að því þegar frelsarinn bauð sérhverju barni að koma til sín, að verða vitni að útréttum örmum frelsarans, að standa rétt hjá þegar sérhvert barn, eitt af öðru, snerti ljúflega örin á höndum hans og fótum, og síðan sjá sérhvert barn standa og bera vitni um að hann lifir! (Sjá 3 Ne 11:14–17; sjá einnig 17:21; 18:25.) Að sjá börn okkar snúa sér og segja: „Mamma, pabbi, þetta er hann!“
Ég veit ekki hvort nokkuð annað í þessum heimi gæti fært meiri hamingju og gleði en að vita að börn okkar þekki frelsarann, að vita að þau vita „til hvaða uppsprettu þau [megi] leita til fyrirgefningar synda sinna.“ Það er þess vegna sem verðugir meðlimir kirkjunnar að við „prédikum um Krist“ og vitnum um Krist (2 Ne 25:26).
-
Þess vegna biðjum við með börnum okkar dag hvern.
-
Þess vegna lesum við í ritningunum með þeim dag hvern.
-
Þess vegna kennum við þeim að þjóna öðrum, svo þau geti lagt kröfur á þá blessun að bjarga sjálfum sér er þau týna sér í þjónustu öðrum til handa (sjáMark 8:35; Mósía 2:17).
Við munum gefa börnum okkur kraft kærleika frelsarans og með himneskri leiðsögn og vernd til að takast á við grimmilega vinda andstæðingsins, er við helgum okkur þessu einfalda mynstri lærissveinsins.
Fagnaðarerindið er vissulega um hinn eina. Það snýst um einn týndan sauð (sjá Lúk 15:3–7); það snýst um eina samverska konu við brunninn (sjá Jóh 4:5–30); það snýst um einn glataðan son (sjá Lúk 15:11–32).
Það snýst um einn lítinn dreng sem gæti lýst yfir að hann sé ekki að hlusta.
Það snýst um okkur öll – eins ófullkomin sem við erum – að kappkosta við að verða eitt með frelsaranum eins og hann er eitt með föður sínum (sjá Jóh 17:21).
Ég ber vitni um að við höfum ástríkan föður á himnum sem þekkir okkur með nafni! Ég ber vitni um að Jesús Kristur er lifandi sonur hins lifanda Guðs. Hann er hinn eingetni og málsvari okkar hjá föðurnum. Ég vitna einnig um að sáluhjálp berst af og með nafni hans – og á engan annan hátt.
Það er bæn mín að við munum helga hjörtu okkur og hendur okkar í að hjálpa öllum börnum himnesks föðurs að þekkja hann og finna fyrir kærleika hans. Hann lofar okkur eilífðri gleði og hamingju í þessum heimi og í hinum komandi heimi er við gerum það. Í nafni Jesú Krists, amen