2010–2019
Bænin er andans einlægt mál.
Október 2016


Bænin er andans einlægt mál

Hver stund dýmætrar bænar getur verið helg stund með föður okkar, í nafni sonarins, með krafti heilags anda.

Í basli jarðlífsins þá erum við aldrei skilin eftir ein til að takast á við verk okkar, berjast í orrustum okkar, að horfast í augu við andstæðinginn eða ósvaraðar spurningar Jesús kenndi með dæmisögu að „þeir skyldu stöðugt biðja og eigi þreytast.“ Hann sagði frá dómara semheiðraði ekki Guð og skeytti ekkert um nokkurn mann. Síendurtekið kom ekkja ein til hans og bað þess að hún gæti náð rétti á mótstöðumanni sínum. Hann gerði ekkert fyrir hana vel lengi. Vegna þess að hún bað trúfastlega og stöðugt þá hugsaði dómarinn loksins: „ Þessi ekkja lætur mig aldrei í friði. Því vil ég rétta hlut hennar, áður en hún gjörir út af við mig með nauði sínu.“

Jesús mælti þá:

„Mun Guð þá ekki rétta hlut sinna útvöldu, sem hrópa til hans dag og nótt? …?

Ég segi yður: Hann mun skjótt rétta hlut þeirra.“

Því næst spurði Drottinn þessarar spurningar: „En mun Mannssonurinn finna trúna á jörðu, þegar hann kemur?“

Bæn er ómissandi í að byggja upp trú. Þegar Drottinn kemur aftur mun hann þá finna fólk sem veit hvernig á að biðja í trú og eru tilbúin að meðtaka sáluhjálp? „Hver sem ákallar nafn Drottins, mun hólpinn verða.“ Við erum börn ástríks himnesks föður og við getum notið persónulegra samvista við hann þegar við biðjum af„hjartans einlægni, með einbeittum huga og í trú á Krist“ og framkvæmum svo í samræmi við þau svör sem við fáum í gegnum hvatningu heilags anda. Við biðjum, hlutstum og hlýðum í trú um að við megum læra að verða eitt með föðurnum og syninum.

Trúarbæn opnar leiðina til að meðtaka dýrðlegar blessanir af himnum. Frelsarinn kenndi:

„Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða.

Því að hver sá öðlast, sem biður, sá finnur, sem leitar, og fyrir þeim, sem á knýr, mun upp lokið verða.“

Ef við væntum þess að finna, þá verðum við að spyrja, leita og knýja á. Í leit hans að sannleika þá las Joseph Smith: „Ef einhvern yðar brestur visku, þá biðji hann Guð, sem gefur öllum örlátlega og átölulaust, og honum mun gefast.“ Í trúarbæn hans þá opnuðust himnarnir. Guð faðirinn og sonur hans Jesús Kristur stigu niður í dýrð og töluðu til Josephs og boðuðu þar með komu ráðstöfunarinnar í fyllingu tímanna. Fyrir okkur þá eru undursamleg lækning, kraftmikil vernd, guðdómleg þekking, frelsandi fyrirgefning og dýrmætur friður meðal þeirra svara sem við hljótum þegar við flytjum „andans einlægt mál“ í trú.

Við biðjum til föður okkar, í nafni Jesú Krists, með valdi hins heilaga anda og virkjum þannig alla þrjá aðila guðdómsins í tjáningu okkar.

Við biðjum til himnesks föðurog einungis hans því hann er „Guð á himni, sem er takmarkalaus og eilífur, hinn sami óbreytanlegi Guð frá eilífð til eilífðar, höfundur himins og jarðar og alls þess, sem í þeim er.“ Sem skapari okkar þá gaf hann boðorð um að við „[við skyldum] elska hann og þjóna honum, hinum eina lifandi og sanna Guði, og að hann skyldi vera eina veran, sem [við tilbæðum].

Er þið biðjið til himnesks föður í trú „[mun hann] ljá yður huggun í þrengingum yðar … [og þið] endurnærist af elsku hans.“ Henry B. Eyring, forseti, sagði frá því hvernig bæn föður hans á banalegunni eftir baráttu við krabbamein, hafi kennt honum um hið djúpa persónulega samband sem er á milli Guðs og barna hans:

„Þegar sársaukinn var orðin mjög sterkur, þá fundum við hann á morgnanna á hnjáunum við rúm hans. Hann hafði ekki haft kraftinn til að koma sér aftur upp í rúmið. Hann sagði okkur að hann hefði verið að biðja og spyrja himneskan föður af hverju hann þyrfti að þjást svona mikið þar sem hann hefði alltaf reynt að vera svo góður. Góðlátlegt svarið var: ,Guð þarfnast hugrakkra sona.´

Svo hann hélt ótrauður áfram allt til enda og treysti því að Guð elskaði hann, hlutstaði á hann og myndi lyfta honum upp. Hann var blessaður að hafa snemma vitað, og aldrei gleymt, að áskríkur Guð væri eins nálægur og bænin.“

Við biðjum í nafni Jesú Krists vegna þess að sáluhjálp okkar er í Kristi og „ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld, sem getur frelsað oss.“ Við komum til föðurins í heilögu nafni Jesú Krists, vegna þess að hann er talsmaður okkar hjá föðurnum og hann talar okkar máli. Hann þjáðist, blæddi og dó til að vegsama föður sinn, og miskunnsöm bón hans fyrir okkar hönd opnar okkur leið til að fá frið í þessu lífi og í eilífu lífi í komandi heimil. Hann vill ekki að við þjáumst lengur eða þolum meiri erfiðleika en nauðsynlegt er. Hann vill að við snúum okkur til hansog leyfum honum að létta byrðar okkar, að lækna hjörtu okkar og að hreinsa sálir okkar í gegnum hreinsandi kraft hans. Við viljum aldrei leggja nafn hans við hégóma með stagli og endurtekningum. Einlægar bænir, fluttar í heilögu nafni Jesú Krists eru tjáning á trúföstum kærleika okkar, eilífu þakklæti og staðfastri þrá til að biðja eins og hann bað, gera eins og hann gerði og að verða eins og hann er.

Við biðjum með kraftir heilags anda, því að „Sá, sem biður í andanum, biður í samræmi við vilja Guðs.“ Þegar við biðjum í trú þá getur heilagur andi leitt hugsanir okkar svo að orð okkar séu í samhljómi við vilja Guðs. „Biðjið ekki um það, sem þér getið sóað í losta yðar, heldur biðjið með óhagganlegri staðfestu um að fá staðist allar freistingar og geta þjónað hinum sanna og lifandi Guði.“

„Það er ekki einungis mikilvægt að við vitum hvernig við eigum að biðja, heldur er það jafn brýnt að við vitum hvernig við eigum að taka á móti svari við bænum okkar, að vera næm, að hafa skýra sýn og að skilja með skýrum ásetningi hver vilji Guðs er og tilgangur hans varðandi okkur.“

Eyring forseti sagði: „Bænum mínum hefur verið svarað. Þessi svör voru skýrust þegar það sem ég vildi var þaggað niður með yfirbugandi þörf til að vita hvað Guð vildi. Það er þá sem svar frá elskandi himneskum föður getur verið mælt til hugans með hinni hljóðu lágu rödd og hægt er að rita á hjartað.“

Kristur með postulunum
Kristur í Getsemane

Þegar frelsarinn gekk inn í Getsemanegarðinn var sál hans hrygg allt til dauða. Í sálarangist gat hann einungis snúið sér til föður síns. Hann grátbað: „Faðir minn, ef verða má, þá fari þessi kaleikur fram hjá mér.“ Hann bætti þó við: „Þó ekki sem ég vil, heldur sem þú vilt.“ Þó hann væri syndlaus var frelsarinn kallaður til að „þola alls kyns sársauka, þrengingar og freistingar,“ þar með talið sársauka og sjúkdóma fólks síns. „[Hann kvaldist] að hætti holdsins til að geta tekið á sig syndir fólks síns og þurrkað út lögmálsbrot þess í krafti frelsunarverks síns. Hann bað þrisvar sinnum: „Faðir, verði þinn vilji.“ Bikarinn var ekki fjarlægður. Í auðmjúkri, trúfastri bæn fékk hann styrkinn til að halda áfram og uppfylla guðlegt ætlunarverk sitt, fyrirsáluhjálp okkar, þannig að við mættum iðrast, trúa og hljóta blessanir eilífðar.

Kristur biðst fyrir í Getsemane

Svörin sem við fáum í bæn eru ekki alltaf þau sem við vildum helst óska okkur. Hinsvegar verða bænir okkar líflína kærleika og ljúfrar miskunnar þegar erfiðleikar steðja að. Þegar við grátbiðjum þá getur verið að við fáum styrkinn til að standa upp af hnjánum, halda áfram og uppfylla allt það sem við höfum verið vígð til að gera. Drottinn segir við alla sína heilögu sem lifa á erfiðleikatímum: „Lát því hjörtu yðar huggast … ; því að allt hold er í mínum höndum. Hald ró yðar og vitið að ég er Guð.“

Hvort sem við biðjum í einrúmi, með fjölskyldum okkar, í kirkju eða musteri, eða hvar sem við erum, hvort sem við biðjum með sundurkramið hjarta og sáriðrandi anda í leit að fyrirgefningu, himneskri visku eða hreinlega styrk til að halda út, þá biðjum við alltaf með uppfullu hjarta, með hugann stöðugt til Guðs fyrir velferð okkar og þeirra sem í kringum okkur eru. Einlæg bón, lögð fram í anda þakklætis fyrir gnægð blessana og þakklæti fyrir lífslexíur, glæðir hjörtu okkar staðfastri trú á Krist, „fullkomnu vonarljósi,“ kærleika Guðs og allra manna.

Bænin er gjöf frá Guði. Við þurfum aldrei að finnast við vera týnd eða ein. Ég vitna að hver stund dýmætrar bænar getur verið helg stund með föður okkar, í nafni sonarins, með krafti heilags anda. Í hinu helga nafni Jesú Krists, amen.