2010–2019
Embættismenn kirkjunnar studdir
Október 2016


Embættismenn kirkjunnar studdir

Bræður og systur, Monson forseti hefur beðið mig að lesa upp nöfn aðalvaldhafa kirkjunnar og svæðishafa Sjötíu fyrir stuðning ykkar.

Þess er beiðst að við styðjum Thomas Spencer Monson sem spámann, sjáanda og opinberara og forseta Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu; Henry Bennion Eyring sem fyrsta ráðgjafa í Æðsta forsætisráðinu; og Dieter Friedrich Uchtdorf sem annan ráðgjafa í Æðsta forsætisráðinu.

Þeir sem eru því samþykkir sýni það.

Ef einhver á móti, þá sýni hann það.

Þess er beiðst að við styðjum Russell Marion Nelson sem forseta Tólfpostulasveitarinnar og eftirtalda sem meðlimi þeirrar sveitar: Russell M. Nelson, Dallin H. Oaks, M. Russell Ballard, Robert D. Hales, Jeffrey R. Holland, David A. Bednar, Quentin L. Cook, D. Todd Christofferson, Neil L. Andersen, Ronald A. Rasband, Gary E. Stevenson og Dale G. Renlund.

Þeir sem eru því samþykkir sýni það.

Sé einhver á móti, sýni hann það.

Þess er beiðst að við styðjum ráðgjafana í Æðsta forsætisráðinu og meðlimi Tólfpostulasveitarinnar sem spámenn, sjáendur og opinberara.

Allir sem það samþykkja, sýni það.

Ef einhver á móti, sýni hann það með sama merki.

Þess er beiðst að leystir verði af með þakklæti fyrir framúrskarandi þjónustu, öldungarnir Daniel L. Johnson, Jairo Mazzagardi, Kent F. Richards og Francisco J. Viñas, sem aðalvaldhafar Sjötíu, sem áfram verða heiðraðir sem fyrrverandi aðalvaldhafar. Við færum þakkir fyrir þjónustu öldungs Per G. Malm, sem lést 26. júlí 2016. Við sendum kærleiks- og samúðarkveðjur til systur Malm, barna þeirra og barnabarna.

Þeir sem vilja sýna þessum bræðum þakklæti fyrir framúrskarandi þjónustu, sýni það vinsamlega.

Þess er beiðst að við leysum af Alan R. Walker sem svæðishafa Sjötíu. Þeir sem vilja sýna þakklæti fyrir þjónustu bróður Walker, sýni það vinsamlega.

Þess er beiðst að við styðjum eftirtalda sem svæðishafa Sjötíu: Bhanu K. Hiranandani og Sandino Roman.

Allir sem það samþykkja, sýni það.

Sé einhver á móti, sýni hann það.

Þess er beiðst að við styðjum aðra aðalvaldhafa, svæðishafa Sjötíu og aðalforsætisráð aðildarfélaga eins og skipan þeirra eru nú.

Allir sem það samþykkja, sýni það.

Ef einhver á móti, sýni hann það með sama merki.

Monsons forseti, gert hefur verið grein fyrir stuðningnum. Við bjóðum hverjum þeim sem mögulega var á móti einhverju því sem lagt var fram að hafa samband við stikuforseta sinn.

Við þökkum ykkur, bræður og systur, fyrir áframhaldandi trú ykkar og bænir í þágu leiðtoga kirkjunnar.