Sakramentið getur hjálpað okkur að helgast
Íhugið fimm leiðir til að auka áhrif og kraft reglulegrar þátttöku okkar í sakramentis helgiathöfninni.
Ein af fyrstu minningum mínum er af sakramentissamkomum sem haldnar voru á heimili okkar í Warrnambool, Ástralíu. Á milli 10 til 15 manns sóttu kirkjugrein okkar og faðir minn, sem var einn af þremur prestdæmishöfum, fékk reglulega tækifæri til að blessa sakramentið. Ég man eftir þeim tilfinningum sem ég upplifði er hann vandlega og auðmjúklega las sakramentisbænirnar. Rödd hans titraði oft þegar hann fann fyrir andanum. Stundum þurfti hann að stoppa í smá stund til að ná tökum á tilfinningum sínum áður en bæninni lauk.
Ég skildi ekki fulla merkingu þess sem var sagt eða gert, enda einungis fimm ára gamall, en ég vissi að athöfnin var sérstök. Ég fann fyrir róandi áhrifum og fullvissu heilags anda er faðir minn íhugaði kærleika frelsarans í okkar garð.
Frelsarinn kenndi: „Þetta skuluð þér ætíð gjöra fyrir þá, sem iðrast og skírðir eru í mínu nafni. Og þér skuluð gjöra það til minningar um blóð mitt, sem ég hef úthellt fyrir yður, svo að þér berið því vitni fyrir föðurnum, að þér hafið mig ávallt í huga. Og ef þér hafið mig ávallt í huga, skal andi minn ætíð vera með yður.“ (3 Ne 18:11).
Ég býð okkur öllum að íhuga fimm leiðir til að auka áhrif og kraft reglulegrar þátttöku okkar í sakramentisathöfninni, helgiathöfn sem getur helgað okkur.
1. Undirbúa tímanlega
Við getum hafið undirbúning okkar fyrir sakramentið löngu áður en sakramentissamkoman hefst. Laugardagur gæti verið góður dagur til að íhuga andlega framþróun okkar og undirbúning.
Dauðleikinn er nauðsynleg gjöf á leið okkar að verða lík himneskum föður okkar. Af nauðsyn, þá innifelur þessi jarðneska tilvist raunir og áskoranir sem veita okkur tækifæri til að breytast og vaxa. Benjamín konungur kenndi að „hinn náttúrlegi maður er óvinur Guðs … og mun verða það alltaf og að eilífu, nema hann láti undan umtölum hins heilaga anda, losi sig úr viðjum hins náttúrlega manns og verði heilagur fyrir friðþægingu Krists“ (Mósía 3:19). Þátttaka í sakramentisathöfninni veitir okkur tækifæri til að gefa Guði meira af hjarta okkar og sálu.
Hjörtu okkar verða sundurkramin í undirbúningi okkar, er við tjáum þakklæti fyrir friðþægingu Krists, iðrumst af mistökum okkar og brestum og biðjum um aðstoð föðurins að halda áfram ferð okkar í að verða líkari honum. Við getum þá hlakkað til þess tækifæris sem sakramentið veitir að minnast fórnar hans og endurnýja skuldbindingu okkar gagnvart öllum þeim sáttmálum sem við höfum gert.
2. Koma snemma
Upplifun okkar af sakramentinu getur orðið betri þegar við komum tímanlega og íhugum á meðan forspilið er.
Boyd K. Packer forseti kenndi: „Þegar forspilið er spilað á lotningarfullan hátt er það nærandi fyrir andann. Það hvetur til innblásturs.“ „Þetta er ekki stund,“ útskýrði Russell M. Nelson forseti, „fyrir samtöl eða til að skiptast á skilaboðum heldur stund guðlegrar íhugunar er leiðtogar og meðlimir undirbúa sig andlega fyrir sakramentið.“
3. Syngja og læra texta sakramentissálmsins
Sakramentissálmurinn er sérstaklega mikilvægur hluti af sakramentisupplifun okkar. Tónlist lyftir hugsunum okkar og tilfinningum. Sakramentissálmurinn hefur enn meiri áhrif þegar við einbeitum okkur að orðunum og þeim kröftugu kenningar sem kenndar eru. Við lærum mikið af orðum eins og „sárþjakað, táið tætt,“ „Flekklaus mín hönd og hjarta sé, hugur minn Drottins signuð vé,“ og “Þar sem réttlæti, ást og miskunn sést, í himneskum samhljómi!“
Orð sálmsins geta orðið hluti af sáttmálsskuldbindingu okkar þegar við syngjum hann sem undirbúning fyrir að meðtaka táknin. Íhugið til dæmis: „Við elskum þig, Drottinn, hjörtu okkar eru barmfull. Við munum ganga þinn valda veg.“
4. Taka andlega þátt í sakramentisbænunum (sjá Moró 4–5)
Í stað þess að loka á kunnugleg orð sakramentisbænanna þá getum við lært mikið og upplifað jafnvel meira er við tökum andlega þátt með því að íhuga skuldbindingarnar og tengdar blessanir sem nefndar eru í þessum helgu bænum.
Brauðið og vatnið er blessað og helgað fyrir sálir okkar. Táknin minna okkur á fórnina sem frelsarinn færði og að hann getur hjálpað okkur að helgast.
Bænirnar greina frá því að við meðtökum brauðið í minningu líkama sonarins, sem hann gaf til lausnar svo allir geti verðskuldað upprisu og við drekkum vatnið í minningu blóð sonarins, sem hann frjálslega úthellti svo við gætum hlotið endurlausn á kostnað iðrunar.
Bænirnar kynna sáttmálana með orðunum „að þau séu fús“ (Moró 4:3). Þessi orð búa yfir miklum krafti okkur til handa. Erum við fús til að þjóna og taka þátt? Erum við fús til að breytast? Erum við fús til að takast á við veikleika okkar? Erum við fús til að hjálpa og blessa annað fólk? Erum við fús til að treysta frelsaranum?
Þegar loforðin eru talin upp og er við meðtökum, þá staðfestum við í hjörtum okkar að við erum fús til að:
-
Taka á okkur nafn Jesú Krists.
-
Keppa að því að halda öll boðorð hans.
-
Hafa hann ávallt í huga
Bæninni lýkur á göfugu boði og loforði: „Svo að andi hans sé ætíð með þeim“ (Moró 4:3).
Páll skrifaði „Ávöxtur andans er: Kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska, hógværð og bindindi“ (Gal 5:22–23). Okkur standa í boði fallegar blessanir og gjafir er við höldum sáttmála okkar.
5. Íhuga og muna eftir honum er táknum sakramentisins er útdeilt
Hin lotningarfulla stund þegar prestdæmishafarnir útdeila sakramentinu, getur orðið okkur helg.
Við getum, þegar brauðinu er útdeild, íhugað að í æðstu birtingarmynd kærleikans, okkur til handa, reyndi hann „dauða til að leysa helsi dauðans, sem fjötrar fólk hans“ (Al 7:12).
Vera má að við minnumst hinnar dýrðlegu blessunar upprisunnar sem „skal öllum hlotnast, bæði öldnum og ungum, bæði ánauðugum og frjálsum, bæði körlum og konum, bæði ranglátum og réttlátum. Og ekki svo mikið sem eitt hár á höfði þeirra mun glatast, heldur mun sérhver hlutur endurreistur til sinnar fullkomnu umgjarðar“ (Al 11:44).
Kannski munum við eftir bón frelsarans þegar vatninu er útdeild:
„Sjá, ég, Guð, hef þolað þetta fyrir alla, svo að þeir þurfi ekki að þjást, ef þeir iðrast– …
Þjáningu, sem varð þess valdandi, að ég, sjálfur Guð, æðstur allra, skalf af sársauka og blóð draup úr hverri svitaholu, og þjáðist bæði á líkama og í anda - og með hrolli óskaði ég þess að þurfa ekki að bergja þennan beiska bikar“ (K&S 19:16, 18).
Við munum eftir því að „hann …[kynntist] vanmætti [okkar], svo að hjarta hans fyllist miskunn samkvæmt holdinu, svo að hann megi vita í holdinu, hvernig fólki hans verður best liðsinnt í vanmætti [okkar]“ (Alma 7:12).
Við gætum spurt okkur sjálf þegar við íhugum sakramentis upplifun okkar:
-
Hvað mun ég gera í þessari viku til að undirbúa mig betur fyrir sakramentið?
-
Gæti ég gert eitthvað til að auka lotninguna og opinberunina sem getur komið í upphafi sakramentissamkomunnar?
-
Hvaða kenningar voru kenndar í sakramentissálminum?
-
Hvað heyrði ég og fann fyrir er ég hlustaði á sakramentisbænirnar?
-
Um hvað hugsaði ég á meðan sakramentinu var útdeilt?
Öldungur David A. Bednar kenndi: „Helgiathöfn sakramentisins er heilagt og endurtekið boð um að iðrast einlæglega og til að endurnýjast andlega. Sú athöfn að meðtaka sakramentið, ein og sér, fyrirgefur ekki syndir. Ef við hinsvegar undirbúumst samviskusamlega og tökum þátt í þessari helgiathöfn með sundurkramið hjarta og sáriðrandi anda, þá lofar Drottinn að við getumætíð haft anda Drottins með okkur. Og með hreinsandi kraft heilags anda, sem stöðugan förunaut, þá getum við ætíð viðhaldið fyrirgefningu synda okkar.“
Ég vitna um þær fjölmörgu blessanir sem okkur standa til boða er við aukum undirbúning okkar og andlega þátttöku í sakramentis helgiathöfninni. Einnig vitna ég um að þessar blessanir standa okkur til boða vegna kærleika föður okkar á himnum og óendanlegrar friðþægingarfórnar ástkæra sonar hans, Jesú Krists. Í hans heilaga nafni, já jafnvel Jesú Krists, amen.