Líahóna
Gleðjumst yfir gjöf prestdæmislykla
Maí 2024


Sunnudagssíðdegi

Gleðjumst yfir gjöf prestdæmislykla

Útdráttur

veggspjald

Hala niður PDF-skjali

Án lykla prestdæmisins hefði ekkert okkar aðgang að nauðsynlegum helgiathöfnum og sáttmálum sem binda okkur eilíflega ástvinum okkar og gera okkur endanlega mögulegt að dvelja hjá Guði. …

Prestdæmislyklar veita okkur vald til að færa öllum körlum og konum sem halda sáttmála sína allar þær blessanir sem lofaðar voru Abraham. Musterisstarf gerir þessar óviðjafnanlegu blessanir tiltækar öllum börnum Guðs, hvar eða hvenær sem þau lifðu eða lifa nú. …

Prestdæmislyklar, sem endurreistir voru fyrir tilverknað spámannsins, Josephs Smith, gera hverjum karli og konu sem heldur sáttmála sína mögulegt að njóta dásamlegra persónulegra andlegra forréttinda. …

Kæru bræður og systur, þetta er loforð mitt. Ekkert hjálpar ykkur meira við að halda fast í járnstöngina en að tilbiðja í musterinu, eins reglubundið og aðstæður ykkar leyfa. Ekkert veitir ykkur meiri vernd er þið horfist í augu við heimsins niðdimmu þoku. Ekkert getur styrkt meira vitnisburð ykkar um Drottin Jesú Krist og friðþægingu hans eða hjálpað ykkur að skilja betur hina undursamlegu áætlun Guðs. Ekkert mun sefa anda ykkar meira á tíma sársauka. Ekkert mun ljúka meira upp himninum. Alls ekkert!

Musterið er hliðið að æðstu blessunum Guðs, sem hann geymir hverju okkar, því musterið er eini staðurinn á jörðu þar sem við getum tekið á móti öllum þeim blessunum sem lofaðar voru Abraham. …

Gleðjumst yfir endurreisn prestdæmislykla, sem gera okkur mögulegt að njóta allra þeirra andlegu blessana sem við erum fús og verðug til að meðtaka.