Líahóna
Sáttmálar og ábyrgðarskyldur
Maí 2024


Sunnudagsmorgunn

Sáttmálar og ábyrgðarskyldur

Útdráttur

Ljósmynd
veggspjald

Hala niður PDF skjali

Sáttmáli er skuldbinding um að uppfylla ákveðnar ábyrgðarskyldur. Persónulegar skuldbindingar eru nauðsynlegar til að koma reglu á persónulegt líf okkar og til virkni samfélagsins. …

Þegar kom að endurreisn fyllingar fagnaðarerindis Jesú Krists, kallaði Guð Joseph Smith sem spámann. … [Mormónsbók] er aðalverkfæri endurreisnarinnar fyrir fyllingu fagnaðarerindisins, þar með talið áætlun Guðs fyrir börn hans og Mormónsbók er full af tilvísunum í sáttmála. …

Sáttmálar voru grundvallaratriði í endurreisn fagnaðarerindisins. Það er augljóst í fyrstu skrefum Drottins við að leiða spámanninn í því að skipuleggja kirkjuna sína. …

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu er að byggja musteri um allan heim. Tilgangur þeirra er að blessa sáttmálsbörn Guðs með musteristilbeiðslu og helgri ábyrgð og krafti og einstökum blessunum þess að bindast Kristi, sem þau hljóta með sáttmála.

Kirkja Jesú Krists er kunnug sem kirkja er leggur áherslu á sáttmálsgjörð við Guð. Sáttmálar eru óaðskiljanlegur hluti helgiathafna sáluhjálpar og upphafningar sem þessi endurreista kirkja þjónustar. Helgiathöfn skírnar og sáttmálarnir sem henni fylgja eru skilyrði fyrir inngöngu í himneska ríkið. Helgiathafnirnar og tengdir sáttmálar musterisins eru skilyrði upphafningar í himneska ríkinu, sem er eilíft líf, „[mest] allra gjafa Guðs“ [Kenning og sáttmálar 14:7]. Þetta er það sem Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu einblínir á.

Prenta