Líahóna
Orð skipta máli
Maí 2024


Sunnudagsmorgunn

Orð skipta máli

Útdráttur

Ljósmynd
veggspjald

Hala niður PDF-skjali

Orð skipta máli! …

Því miður geta orð verið skeytingalaus, höstugleg og særandi. …

Á hinn veginn geta orð fagnað sigri, veitt von og hughreyst. Þau geta vakið okkur til umhugsunar, endurstillt okkur og breytt stefnu okkar. Orð geta opnað huga okkar fyrir sannleikanum.

Þess vegna skipta orð Drottins fyrst og fremst máli. …

Að trúa og hlýða orði Guðs mun færa okkur nær honum. …

Í öðru lagi, þá skipta orð spámanna máli.

Spámenn vitna um guðdómleika Jesú Krists. Þeir kenna fagnaðarerindi hans og sýna elsku hans til allra. …

Orð spámannsins skipta Drottin máli og okkur.

Hið þriðja og svo mikilvæg eru okkar eigin orð. …

Sýnið því varúð í því sem þið segið og hvernig þið segið það. Í fjölskyldum okkar geta orð, sérstaklega milli eiginmanna, eiginkvenna og barna fært okkur saman eða rekið fleyg á milli okkar.

Leyfið mér að stinga upp á þremur einföldum setningum sem við getum notað til að taka broddinn úr erfiðleikum og ágreiningi, lyft og hughreyst hvert annað.

„Takk fyrir.“

„Mér þykir þetta leitt“

Og „ég elska þig.“ …

Ég lofa því að ef við „endurnærumst af orðum Krists“ [2. Nefí 32:3] sem leiða til hjálpræðis, orðum spámanns okkar sem leiðbeina og hvetja okkur og okkar eigin orðum sem mæla hver við erum og hvað sé okkur kært, munu kraftar himins úthellast yfir okkar.

Prenta