Sunnudagsmorgunn
Hið máttuga dyggðarferli kenninga Krists
Útdráttur
Andlegur skriðþungi verður til „á heilu lífsskeiði, þegar við tökum endurtekið á móti kenningu Krists.“ Með því að gera það, kenndi Russell M. Nelson forseti, myndast „máttugt dyggðarferli“ [Sigrast á heiminum og finna hvíld, aðalráðstefna, október 2022]. Vissulega eru þættir kenningar Krists – eins og trú á Drottin Jesú Krist, iðrun, að ganga í sáttmálssamband við Drottin með skírn, taka á móti gjöf heilags anda og að standast allt til enda – sem ekki er ætlað að verða stakur viðburður, gátlista upplifun. …
Trú okkar á Jesú Krist þarf að næra daglega. Hún er nærð þegar við biðjumst fyrir daglega, lærum ritningarnar daglega, íhugum gæsku Guðs daglega, iðrumst daglega og fylgjum daglega hvatningu heilags anda. …
Skriðþungi eykst á sama hátt er við kappkostum að hlýða lögmálum Guðs og iðrast. …
Næsti þáttur kenningar Krists er skírnin, sem felur í sér skírn í vatni og, með staðfestingu, skírn heilags anda. Þótt skírn sé einstakur atburður, þá endurnýjum við skírnarsáttmála okkar endurtekið þegar við meðtökum sakramentið. …
Eftir því sem heilagur andi hefur meiri áhrif á líf okkar, þróum við smám saman og ítrekað með okkur kristilega eiginleika. … Og þannig hljótum við aðgang að þeim himneska krafti sem þarf til að standast allt til enda. …
Ég býð ykkur að lifa endurtekið, ítrekað og meðvitað eftir kenningu Krists og hjálpa öðrum á vegi þeirra.