Líahóna
Hreyfing sem innra bærir bál
Maí 2024


Laugardagsmorgunn

Hreyfing sem innra bærir bál

Útdráttur

veggspjald

Hala niður PDF-skjali

Bræður og systur, ég ber vitni um að Guð heyrir hverja bæn sem við flytjum og svarar hverri þeirra að þeim hætti sem hann hefur ætlað að leiði til fullkomnunar okkar. … Það er af ástæðum sem einungis Guði eru kunnugar, að bænum er svarað öðruvísi en við vonum – en ég lofa ykkur því að þær eru heyrðar og þeim er svarað samkvæmt hans óbrigðulu elsku og alsherjar tímasetningu.

Ef við „[biðjum] ekki ranglega“ [2. Nefí 4:35], eru engin takmörk fyrir því hvenær, hvar eða um hvað við eigum að biðja. …

Við ættum að biðja í einrúmi, með fjölskyldum okkar og meðal safnaða af öllum stærðum. Við eigum að nota bæn sem skjöld gegn freistingum og ef okkur finnst einhvern tíma við ekki geta beðist fyrir, getum við verið viss um að sú efablendni kemur ekki frá Guði, sem þráir að eiga öllum stundum samskipti við börn sín. … Þegar við vitum ekki hvernig eða nákvæmlega fyrir hverju við eigum að biðja, ættum við að byrja og halda áfram, þar til heilagur andi leiðir okkur í þá bæn sem við ættum að flytja. …

Við getum endanlega horft til fordæmis frelsarans sem baðst svo afar oft fyrir. …

Með sigur Krists yfir dauðanum í huga og hina nýlegu gjöf hans til mín, að fá dvalið nokkrar fleiri vikur eða mánuði í jarðlífinu, ber ég hátíðlega vitni um raunveruleika eilífs lífs og nauðsyn þess að við búum okkur af fullri alvöru undir það.