Laugardagssíðdegi
Verið eitt með Kristi
Útdráttur
Hægt er að öðlast einingu með Kristi og himneskum föður með friðþægingu frelsarans. …
Þótt skilyrðin fyrir skírn séu djúpstæð, þá eru þau einstaklega einföld. Þau fela fyrst og fremst í sér auðmýkt frammi fyrir Guði, sundurkramið hjarta og sáriðrandi anda, iðrun allra synda, að taka á okkur nafn Jesú Krists, standast allt til enda og sýna með verkum okkar að við höfum meðtekið af anda Krists.
Mikilvægt er að öll skilyrði skírnar séu andlegs eðlis. … Hinir fátæku og ríku búa við sömu andlegu skilyrðin.
Það eru engin skilyrði um kynþátt, kyn eða þjóðerni. …
Þar sem við erum eftir „mynd“ Guðs, er lítið vit í því að leggja áherslu á það sem skilur okkur að. …
Við þurfum af staðfestu að iðka siðferðislegt sjálfræði til að velja Krist og hlýða boðorðum hans, til að hljóta blessanir friðþægingar frelsarans. …
Mikilvægustu ákvarðanirnar geta næstum allir tekið, óháð hæfileikum, getu, tækifærum eða efnahagsaðstæðum. …
Þegar við horfumst í augu við hverfulleika lífsins, þá gerast margir atburðir sem við höfum litla eða enga stjórn á. … Við höfum þó stjórn á mikilvægustu valkostunum. …
Við erum við stjórnvölinn hvað varðar grundvallarreglur, breytni, trúariðkun og réttlátt líferni. Trú okkar og tilbeiðsla á Guð föðurinn og son hans, Jesú Krist, er valkostur sem við kjósum. …
Við ættum að kappkosta að hafa aðra með í einingarhóp okkar. …
Við erum sameinuð í elsku okkar og trú á Jesú Krist og sem börn kærleiksríks himnesks föður. Kjarni sannrar aðildar er að vera eitt með Kristi.