Líahóna
Trúföst allt til enda
Maí 2024


Laugardagskvöld

Trúföst allt til enda

Útdráttur

veggspjald

Hala niður PDF-skjali

Kæru ungu vinir, í dag langar mig að tala beint til ykkar – ungmenna kirkjunnar. …

Þótt Davíð hafi einungis notað einn stein til að drepa Golíat, var hann reiðubúinn með fimm. …

Hvað ef hver steinn Davíðs táknaði einhvern styrkleika sem við þurfum til að vera sigursæl í lífi okkar? Hverjir gætu þessir fimm steinar verið? Mér datt þessir möguleikar í hug: …

Í fyrsta lagi, steinn elsku minnar til Guðs. …

Elska okkar til Guðs og náið samband okkar við hann veitir okkur þann styrk sem við þörfnumst til að umbreyta hjörtum okkar og eiga auðveldara með að sigrast á áskorunum okkar.

Í öðru lagi, steinn trúar minnar á frelsara okkar, Jesú Krist. … Að hafa trú á Jesú Krist þýðir að treysta fyllilega visku hans, tímasetningu og elsku hans og mætti til að friðþægja fyrir syndir okkar. …

Í þriðja lagi, steinn þekkingar á mínu sanna auðkenni. …

Allt breytist þegar ég veit hver ég er í raun. …

Í fjórða lagi, steinn daglegrar iðrunar minnar. …

Ekkert veitir meira frelsi en að skynja fyrirgefningu Guðs og vita að við erum hrein og sátt við hann. …

Fimmti steinninn er steinn aðgangs míns að krafti Guðs. …

Hvernig getum við tileinkað okkur þennan kraft Jesú Krists? Lykilatriði er að hlýða sáttmálum okkar og auka trúna á Jesú Krist.

Ég vildi reyndar óska þess að Davíð hefði haft einn stein í viðbót; það væri steinn vitnisburðar míns. …

Kæru vinir, Kristur vill óðfús fylgja okkur á lífsleið okkar. …

Það felst gleði í því að vera lærisveinn Jesú Krists.