Líahóna
Æðri gleði
Maí 2024


Laugardagssíðdegi

Æðri gleði

Útdráttur

veggspjald

Hala niður PDF-skjali

Því miður virðist það svo að margir eigi erfitt með að finna hamingju. …

Að vera dapur er ekki merki um mistök. Gleði og sorg eru hið minnsta óaðskiljanlegir félagar í þessu lífi. …

Hins vegar hef ég líka sjálfur upplifað hina dýrðlegu dögun sem fyllir sálina af svo mikilli gleði að varla er hægt að höndla hana. Ég hef sjálfur komist að því að þessi friðsæla fullvissa á rætur í því að fylgja frelsaranum og ganga á hans vegum.

Friðurinn sem hann veitir okkur er ekki líkur þeim sem heimurinn gefur. Hann er betri. Hann er æðri og helgari. …

Faðir okkar á himnum hefur ekki falið veg hamingjunnar. Hún er ekki leyndarmál. Hún stendur öllum til boða!

Hún er lofuð þeim sem ganga veg lærisveinsins, fylgja kenningum og fordæmi frelsarans, halda boðorð hans og heiðra sáttmálana sem þeir gera við Guð. …

Það er eðli allra jarðneskra hluta að eldast, eyðast, slitna eða verða útjaskaðir. En guðleg gleði er eilíf, því Guð er eilífur. …

Leyfið mér að leggja til nokkur upphafsskref á þessari verðugu ferð til að uppgötva sanna gleði. …

Mætti ég bjóða ykkur á komandi dögum, vikum og mánuðum að:

  • Verja tíma í einlægri og hjartnæmri viðleitni til að komast nær Guði.

  • Leita af kostgæfni hversdagslegra stunda vonar, friðar og gleði.

  • Færa öðrum gleði sem umhverfis eru. …

Megum við öll leita og finna hina æðri gleði sem hlýst af því að helga líf okkar himneskum föður og hans ástkæra syni.