2. Kafli
Guð hinn eilífi faðir
„Tilgangur Guðs er stórfenglegur, elska hans óumræðanleg, viska hans óendanleg og máttur hans ótakmarkaður; Því hafa hinir heilögu ástæðu til að fagna og gleðjast.“
Úr lífi Josephs Smith
Margir meðal forfeðra Josephs Smith leituðust við að þekkja hinn sanna Guð meðan Þeir lifðu. Foreldrar Josephs voru mjög andlega sinnaðir og jafnvel þótt þeir hafi ekki fundið hinn fullkomna sannleika um Guð í nálægum kirkjum, heiðruðu þeir Biblíuna sem orð Guðs og bænir voru hluti af þeirra daglega lífi. William, bróðir spámannsins, sagði: „Trúarvenjur föður míns byggðust á mikilli guðrækni og siðgæði. … Bæði kvölds og morgna var kallað á mig til að hlýða á bænir. … Foreldrar mínir, bæði faðir minn og móðir, luku upp sálum sínum fyrir Guði, sem er gjafari allra blessana, báðu hann að vernda börn sín og halda þeim frá synd og sérhverri illri breytni. Þannig voru foreldrar mínir afar guðræknir.“1 William sagði einnig: „Við höfðum ávallt fjölskyldubænir allt frá minni fyrstu minningu. Ég minnist fless að faðir minn geymdi gleraugun sín í vestisvasanum … og þegar við strákarnir sáum að hann fálmaði eftir gleraugunum var okkur ljóst að komið var að bænarstund og ef við veittum flessu ekki athygli var móðir okkar vön að segja: ,William,‘ eða við hvern flann sem gálaus var, ,vertu viðbúinn bænarstund.‘ Eftir bænina höfðum við söng við sungum; ég minnist enn hluta af söngnum: ,Dagur er að kvöldi kominn, klæði vor til hliðar leggjum.‘ “2
Þessi andlega fræðsla á bernskuárum hafði djúp áhrif á sál hins unga Josephs Smith. Þegar hann tók að hafa áhyggur af eilífri velferð sinni og leitaðist við að fá vitneskju um í hvaða kirkju hann ætti að ganga, vissi hann að hann gat leitað til Guðs eftir svörum:
„Ritningarnar kenndu mér að Guð væri hinn sami í gær, í dag, og að eilífu, að hann fer ekki í manngreinarálit, því hann er Guð. Því ég leit á sólina, hið dýrðlega ljós jarðarinnar, og einnig á tunglið, sem í mikilleika gengur á sporbaugi sínum um himingeiminn, og einnig á stjörnurnar, sem skína á sínum sporbaugi; og einnig á jörðina sem ég stóð á, og dýr merkurinnar og fugla loftsins og fiska sjávar; og einnig manninn sem gengur á yfirborði jarðar í hátign og mikilleika fegurðar, með mátt og vitsmuni til að ríkja yfir því sem er svo stórfenglegt og undursamlegt, já, í líkingu hans sem skapaði það.
Og þegar ég íhuga allt þetta hrópar hjarta mitt: Vel kemst hinn vitri að máli er hann kallar þann heimskan sem segir í hjarta sínu að Guð sé ekki til [sjá Sálm 53:2]. Hjarta mitt hrópaði: Allt þetta ber vitni og vott um almætti og alsjáandi auga, veru sem setur lögmál og ákvarðar og bindur allt í böndum sínum, sem fyllir eilífðina, sem var og er og verður frá eilífð til eilífðar. Er ég íhugaði allt þetta og að sú vera leitar þess að við tilbiðjum hana bæði í anda og sannleika [sjá Jóh 4:23], ákallaði ég Drottin um miskunn, því annað gat ég ekki leitað til að hljóta miskunn.“3
Trúfastri bæn Josephs um miskunn og visku var svarað með Fyrstu sýninni. Sýnin veitti hinum unga spámanni þekkingu á Guði, æðri en nokkur önnur kirkja á jörðinni á hans tíma bjó yfir, þekkingu sem um aldir hafði glatast heiminum. Joseph vissi sjálfur, er hann sá Fyrstu sýnina, að faðirinn og sonurinn væru tvær aðskildar verur, að máttur þeirra væri meiri en máttur hins illa, og að menn væru vissulega skapaðir í Guðs mynd – en sá sannleikur er nauðsynlegur til að skilja hin raunverulegu tengsl okkar við himneskan föður.
Aðrar opinberanir um eðli Guðs fylgdu í kjölfarið, þar á meðal margar sem nú eru í okkar síðari daga ritningum. Sem útvalið verkfæri Guðs til að endurreisa sannleik fagnaðarerindisins og boða hann heiminum vitnaði spámaðurinn um Guð með þjónustu sinni. Hann sagði: „Ég ætla að leita Guðs, því ég vil að þið þekkið hann öll og séuð honum kunnug. … Þið munuð þá vita að ég er þjónn Hans, því að ég mæli eins og sá sem vald hefur.“4
Kenningar Josephs Smith
Guð er kærleiksríkur faðir alls mannkyns og uppspretta alls hins góða.
„Meðan hluti mannkyns dæmir og ásakar aðra án miskunnar, lítur hið mikla foreldri alheims á allt mannkyn föðurlegum og ástúðlegum augum. Hann lítur á það sem eigið afsprengi og án allra Þeirra tilfinningahafta sem hafa áhrif á mennina, lætur hann ,sól sína renna upp yfir vonda sem góða og rigna yfir réttláta sem rangláta‘ [Matt 5:45.]“5
„Við játum að Guð er hin mikla uppspretta alls þess sem gott er, að hann er fullkominn að vitsmunum og viska hans slík, að hann ríkir yfir og stjórnar hinum undursamlegu sköpunarverkum og veröldum sem lýsa og ljóma í mikilfengleika og dýrð yfir höfðum okkar, líkt og snortin af fingri hans og hreyfð af almáttugu orði hans. … Himnarnir segja frá Guðs dýrð, og festingin kunngjörir verkin hans (sjá Sálm 19:2); og andartaks íhugun nægir til að upplýsa hvern skynsaman mann, um að allt þetta geti ekki veriðhending, né geti nokkur annar kraftur en hin almáttuga hönd viðhaldið því.“6
„Guð sér leynilega uppsprettu mannlegs verknaðar, og þekkir hjörtu allra lifenda.“7
„Tilgangur Guðs er stórfenglegur, elska hans óumræðanleg, viska hans óendanleg og máttur hans ótakmarkaður; Þvi hafa hinir heilögu ástæðu til að fagna og gleðjast, vitandi að ,slíkur sé Drottinn, Guð vor. Um aldur og ævi mun hann leiða oss.‘ [Sálm 48:15.]“8
Þegar við skiljum eðli Guðs öðlumst við skilning á okkur sjálfum og vitum hvernig við getum nálgast hann.
„Það eru ekki margir menn hér í heimi sem skilja með réttu eðli Guðs. Meirihluti heims hefur ekki skilning á nokkru er varðar tengsl Þeirra við Guð, hvort heldur hinu liðna eða Því sem verða skal. Þeir hvorki þekkja né skilja eðli Þeirra tengsla og Því vita Þeir lítið meira en skynlaus skepnan, eða meira en að eta, drekka og sofa. Þetta er öll vitneskja mannsins um Guð eða tilveru hans, nema honum veitist hún með innblæstri hins almáttuga.
Læri menn ekkert nema að eta, drekka og sofa, og hafi engan skilning á áætlunum Guðs, skilja þeir eins og skepnan. Hún etur, drekkur og sefur og hefur enga vitneskju um Guð. Þó hefur hún jafn mikla vitneskju og við, nema við öðlumst skilning með innblæstri frá Guði almáttugum. Ef menn fá ekki skilið eðli Guðs, fá þeir ekki skilið sjálfan sig. Ég ætla að fara aftur til upphafsins, beina huga ykkar að hærra sviði og dýrðlegri skilningi, en hinn mannlegi hugur sækist yfirleitt eftir.
„ … Í ritningunum segir: ‚En það er hið eilífa líf, að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist.‘ [Jóh 17:3.]
Ef einhver maður þekkir ekki Guð og vill vita hver hann er – leiti hann í hjarta sínu af kostgæfni – hvort yfirlýsingin Jesú og postula hans sé sönn, mun honum ljóst að hann á ekki eilíft líf, því eilíft líf finnst ekki í neinni annarri kenningu.
Fyrsta viðfangsefni mitt er að uppgötva eðli hins eina vitra og sanna Guðs og hvers konar vera hann er. …
Guð var eitt sinn eins og við erum nú. Hann er upphafinn maður og situr í hásæti himna! Þetta er hinn mikli leyndardómur. Ef hulunni væri nú svipt frá og hinn mikli Guð sem heldur heiminum á sporbraut sinni og viðheldur öllum heiminum og öllum hlutum með krafti sínum, mundi gera sig sýnilegan, – ég segi, ef þið munduð sjá hann nú, sæjuð þið hann í mannsmynd – einstakling eins og við sjálf erum að formi og mynd. Því Adam var skapaður í hans eigin mynd, í líkingu Guðs, og naut leiðsagnar hans og gekk með honum og ræddi við hann, eins og maður ræðir við mann. …
… Með þekkingu á Guði vitum við hvernig við getum leitað til hans og hvernig við getum beðist fyrir til bænheyrslu. Þegar við skiljum eðli Guðs og vitum hvernig við komum til hans, mun hann ljúka upp fyrir okkur himnunum og segja okkur allt um þá. Þegar við erum reiðubúin að koma til hans, er hann reiðubúinn að koma til okkar.“9
Guðdómurinn samanstendur af þremur aðskildum og aðgreindum verum.
Trúaratriðin 1:1: „Vér trúum á Guð, hinn eilífa föður, og á son hans, Jesú Krist, og á heilagan anda.“10
Joseph Smith kenndi eftirfarandi í apríl 1843, sem síðar var skráð í Kenningu og sáttmála 130:22: „Faðirinn hefur líkama af holdi og beinum, jafn áþreifanlegan og mannslíkaminn er, sonurinn einnig, en heilagur andi hefur ekki líkama af holdi og beinum, heldur er hann andavera. Væri ekki svo, gæti heilagur andi ekki dvalið í okkur.“11
„Ég hef alltaf sagt Guð vera aðgreinda veru, Jesú Krist vera aðskilinn og aðgreindan frá Guði föðurnum, og heilagan anda vera aðgreinda andaveru: Og þessar þrjár verur eru aðgreindar og eru þrír Guðir.“12
„Það sem er án líkama eða líkamshluta er ekkert. Enginn annar Guð er á himni, en sá Guð sem er með líkama af holdi og beinum.“13
Fullkomin eining ríkir í Guðdóminum og þar er faðirinn í forsæti.
„Margt hefur verið sagt um Guð og Guðdóminn. … Fræðimenn okkar tíma segja að faðirinn sé Guð, sonurinn sé Guð og heilagur andi sé Guð og að þeir séu allir í einum líkama. Jesús bað til föðurins um að þeir sem hann hafði gefið honum úr heimum yrðu eitt í þeim, eins og þeir væru eitt [sjá Jóh 17:11–23]. …
Pétur og Stefán vitna um að þeir sáu mannssoninn standa til hægri handar Guði. Hver sá sem séð hefur himnana ljúkast upp veit að þar eru þrír einstaklingar sem hafa lykla valdsins og að einn þeirra er í forsæti yfir öllum.“14
„Ævarandi sáttmáli var gerður milli þriggja einstaklinga, áður en jörðin var skipulögð, tengdur ráðstöfun þeirra varðandi menn á jörðu. Þessir einstaklingar … eru nefndir hinn fyrsti Guð, skaparinn, hinn annar Guð, lausnarinn, hinn þriðji Guð, vitnarinn.“15
„[Það er] köllun föðurins að vera í forsæti, líkt og aðalstjórnandi eða forseti, Jesú að vera meðalgöngumaður og heilags anda að vera vitnari. Sonurinn hefur líkama og einnig faðirinn, en heilagur andi er andavera án líkama.“16
„Í ritningunum segir: ‚Ég og faðirinn erum eitt‘ [Jóh 10:30] og einnig segir að faðirinn, sonurinn og heilagur andi séu eitt, og þeir þrír séu einhuga um alla hluti [sjá 1 Jóh 5:7–8]. Þannig bað frelsarinn til föðurins: ,Ég bið ekki fyrir heiminum, heldur fyrir þeim sem þú hefur gefið mér úr heiminum, að við megum vera eitt,‘ eða með öðrum orðum að vera einhuga í trúnni [sjá Jóh 17:9, 11]. Allir eru þó frábrugðnir eða aðskildir einstaklingar, og Guð, Jesús Kristur og heilagur andi eru einnig aðskildir einstaklingar, en eru allir einhuga í öllu.“17
Ábendingar um nám og kennslu
Íhugið flessar hugmyndir er flið lærið flennan kafla eða búið ykkur undir kennslu. Sjá bls. vii–xii til frekari leiðsagnar.
-
Lesið bls. 37–38 og veitið athygli hvernig hinn ungi Joseph Smith upplifði „almáttugan og umlykjandi kraft“ í heiminum umhverfis sig. Hvað hafið þið séð bera vitni um Guð, þegar þið hafið virt heiminn fyrir ykkur?
-
Lesið fyrsta hluta kaþans (bls 39) og leitið kenninga sem opinbera eðli Guðs. Hvernig geta þessar kenningar stuðlað að „gleði okkar og fögnuði“?
-
Joseph Smith sagði: „ … lítur hið mikla foreldri alheims á allt mannkyn föðurlegum og ástúðlegum augum“ (bls. 39). Hverjar eru hugsanir ykkar og tilfinningar þegar þið íhugið þessa tilvitnun?
-
Lesið málsgreinina sem hefst neðst á bls. 39 og einnig næstu málsgrein. Hvers vegna er okkur ómögulegt að skilja sjálf okkur, ef við skiljum ekki eðli Guðs?
-
Spámaðurinn Joseph Smith bar vitni um að Guð faðirinn, Jesús Kristur og heilagur andi væru „þrjár aðskildar verur.“ Hann kenndi einnig að þeir væru eitt (bls. 42). Að hvaða leyti eru þeir sem skipa Guðdóminn eitt? (Sjá nokkur dæmi á bls. 42.)
-
Hvernig geta foreldrar innrætt börnum sínum elsku til himnesks föður? (Sjá dæmi á bls. 37.)
Ritningargreinar tengdar efninu: Jóh 8:17–19; Hebr 1:1–3; 12:9; HDP Móse 1:3–6, 39