91. Kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Kirtland, Ohio, 9. mars 1833. Spámaðurinn var á þeim tíma önnum kafinn við þýðingu á Gamla testamentinu. Þegar hann kom að þeim hluta hinna fornu rita, sem nefndust Apókrýfa, leitaði hann til Drottins og fékk þessar leiðbeiningar.
1–3, Apókrýfuritin eru að mestu rétt þýdd, en geyma margt sem ekki er rétt og er innskot af hendi manna; 4–6, Þau gagna þeim, sem upplýstir eru af andanum.
1 Sannlega, svo segir Drottinn við yður varðandi Apókrýfuritin — Margt í þeim er sannleikur og er að mestu rétt þýtt —
2 Margt í þeim er ekki rétt, sem er innskot af hendi manna.
3 Sannlega segi ég yður, að ekki er gagnlegt að Apókrýfuritin verði þýdd.
4 Hver sá, sem þess vegna les þau, lát hann skilja þau, því að andinn opinberar sannleikann —
5 Og hver sá, sem andinn upplýsir, skal hafa gagn þar af —
6 Og hver sá, sem ekki meðtekur með andanum, getur engan hag haft af þeim. Þess vegna er ekki gagnlegt að þau verði þýdd. Amen.