Kæru vinir,
á þessu ári lendir pálmasunnudagur á síðasta sunnudegi marsmánaðar. Þá fögnum við þeim degi þegar Jesús reið á ösnu inn í Jerúsalem. Fólk veifaði pálmagreinum og hrópaði: „Hósanna!“ Nokkrum dögum síðar þjáðist Jesús og dó fyrir okkur. Svo reis Jesús upp frá dauðum! Við vonum að þið njótið þessa sérstaka tíma til að minnast þess sem himneskur faðir og Jesús hafa gert fyrir okkur (sjá Jóhannes 3:16). Við getum öll lifað aftur vegna þeirra.
Kærleikskveðjur,
Barnavinur
E.S. Hversu margar blaðsíður um Jesú getið þið fundið í þessu blaði?
Byggið ykkar eigin
Ég lærði um Nefí smíða skip (febrúar 2020), því vildi ég líka sjálfur smíða skip, til að skilja hvernig Nefí leið. Í upphafi var það erfitt, en ég ég lærði að gefast ekki upp og treysta á Drottin eins og Nefí gerði.
Ian D., 9 ára, Veracruz, Mexíkó
Þar sem við lesum Barnavin
Við elskum að lesa Barnavin! Það hjálpar okkur að vera minna einmana, þar sem við erum einu meðlimir kirkjunnar í bænum okkar. Við lesum á þýsku og hollensku, af því að móðir okkar er frá Hollandi og faðir okkar frá Þýskalandi.
Lars og Torben S., 5 og 3 ára, Neðra-Saxlandi, Þýskalandi
Okkur finnst dásamlegt að sjá musterið
Við búum nærri Barranquilla-musterinu í Kólumbíu og heimsækjum það á tveggja vikna fresti. Það hjálpar okkur að minnast sáttmálanna sem við munum gera við himneskan föður.
Barnafélag Puerto Colombia-greinar, Kólumbíu