2021
Vicky Tadić
Mars 2021


Brautryðjendur í öllum löndum

Vicky Tadić

Ein af þeim sem fyrst snérust til trúar í Bosníu og Hersegóvínu

„Var þetta heilagur andi?“ spurði Vicky.

a girl in Bosnia and Herzegovina

„Komdu nú!“ hrópaði bróðir Vicky. „Förum að leika með Rowe-krökkunum!“

Rowe-fjölskyldan voru nýir nágrannar þeirra. Þau höfðu flutt frá Bandaríkjunum til Bosníu og Hersegóvínu. Þau áttu börn á sama aldri og Vicky og systkini hennar. Þau töluðu samt ekki bosnísku. Vicky var sú eina í fjölskyldu sinni sem kunni ensku. Hún þýddi svo þau gætu leikið saman.

Vicky sat á veröndinni með frú Rowe, meðan hinir krakkarnir léku sér.

„Fjölskylda ykkar virðist öðruvísi,“ sagði Vicky. „Á góðan hátt.“

Frú Rowe brosti. „Vilt þú koma í kirkju með okkur? Það gæti hjálpað þér að sjá hvers vegna við erum öðruvísi. Kirkjan okkar hefur ekki byggingu hér í Bosníu, því höldum við kirkjusamkomu heima með fjölskyldunni.“

Vicky var forvitin þegar hún mætti heim til Rowe-fjölskyldunnar á sunnudaginn. Fyrstu sungu allir lag. Eitt barnanna fór með bæn. Svo fór herra Rowe með bæn og rétti hverjum og einum brauð og vatn. Þau sögðu það vera sakramentið. Eftir það flutti dóttir þeirra, Jessie, ræðu.

„Himneskur faðir elskar okkur. Hann talar til okkar með heilögum anda,“ sagði Jessie. „Stundum veitir heilagur andi okkur friðartilfinningu. Stundum vekur hann okkur til umhugsunar.“

Næsta dag fór Vicky í búðina til að kaupa brauð. Á leiðinni heim var hún við það að ganga fram hjá nokkrum ruslatunnum, þegar rödd í huga hennar stöðvaði hana. Haltu þig fjarri, sagði röddin.

Vicky stóð kyrr. Skyndilega kom stjórnlaus bíll fyrir hornið. BÚMM! Hann klessti beint á ruslatunnurnar.

Vicky dró djúpt andann. Hún var svo þakklát fyrir að hafa hlustað á röddina!

Síðar sagði Vicky frú Rowe frá þessu. „Var þetta heilagur andi?“

„Það hljómar þannig. „Stundum varar heilagur andi okkur við hættu.“

„Guð verndaði mig,“ sagði Vicky. „Ég mun alltaf hlusta á heilagan anda.“

Vicky hélt áfram að fara hvern sunnudag í kirkju heima hjá Rowe-fjölskyldunni. Vicky miðlaði svo mömmu sinni Mormónsbók. Fljótlega var öll fjölskyldan að læra um fagnaðarerindið hjá Rowe-fjölskyldunni. Vicky þýddi fyrir alla.

Dag einn spurði herra Rowe fjölskyldu Vicky spurningar. Vicky endurtók hana á bosnísku. „Viljið þið fylgja fordæmi Jesú Krists með því að láta skírast?“

Vicky beið. Hún vildi skírast. Hún var samt taugaóstyrk yfir því sem fjölskylda hennar myndi segja.

Að lokum hóf pabbi Vicky upp raust sína. „Da.“

Da,“ sagði fjölskylda hennar.

Vicky var svo glöð að henni fannst hjartað í sér ætla að springa. „Já,“ sagði hún við herra Rowe. „Já, við viljum það.“

Viku síðar keyrðu Vicky og fjölskylda hennar í fimm klukkustundir að næstu kirkjubyggingu. Vicky var hamingjusöm þegar hún steig ofan í vatnið til að skírast. Hún var jafnvel enn hamingjusamari þegar hún var staðfest sem meðlimur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.

Nú myndi hún alltaf hafa heilagan anda hjá sér.

Það eru 73 meðlimir kirkjunnar í Bosníu og Hersegóvínu.

Næsta musteri Bosníu og Hersegóvínu er í Róm á Ítalíu.

Bosnía og Hersegóvína er í suðaustur Evrópu.

Vicky hefur gaman að því að vera úti. Útivist er eitt það allra skemmtilegasta sem hún gerir.

Vicky skírðist 16 ára.

Þegar Vicky varð fullorðin, þá giftist hún í musterinu. Nú á hún tvö börn.

Friend Magazine, 2021/03-04 Mar/Apr

Myndskreytingar eftir Zhen Liu