2021
Verið örugg við notkun miðla
Mars 2021


Verið örugg við notkun miðla

girl smiling and pointing up

Gagnlegar spurningar

Hvernig vitið þið hvað sé gott að horfa á, lesa eða hlusta á? Hér eru nokkrar spurningar sem gætu hjálpað ykkur að velja rétt:

  • Hjálpar það mér að finna fyrir heilögum anda?

  • Hjálpar það mér að fylgja Jesú?

  • Hvernig liði mér ef frelsarinn væri hérna með mér?

boy looking at phone

Áætlun til að snúa frá einhverju

Hvað gerið þið þegar þið sjáið eitthvað sem ekki er gott í miðlum? Gerið áætlun, svo þið vitið hvað gera skal!

  1. Slökkvið á símanum, tölvunni, spjaldtölvunni eða sjónvarpinu.

  2. Segið foreldri eða áreiðanlegum fullorðnum aðila hvað þið sáuð og biðjið um hjálp hans eða hennar. Þau geta svarað spurningum ykkar og hjálpað ykkur.

  3. Gerið eitthvað jákvætt. Þið gætuð sungið Barnafélagssöng, lesið fyrir systkini eða farið út að leika með vinum.

laptop showing video chat

Einblínið á hið jákvæða

Tækni getur hjálpað ykkur við að gera margt gott. Hvaða jákvæðu hluti hefur hún hjálpað ykkur að gera?

Hér eru nokkrar hugmyndir!

  • Myndspjall með fjölskyldu.

  • Vinnið ættarsögu.

  • Lærið eitthvað nýtt.

  • Horfið eða hlustið á eitthvað sem gerir ykkur hamingjusöm.

  • Farið á vefsíðu Barnavinar.

Friend Magazine, 2021/03-04 Mar/Apr

Myndskreytingar eftri Jennifer Naalchigar