Kirkjusöguspjöld
Lærið um mikilvægt fólk í kirkjusögunni! Klippið út spjöldin, brjótið saman á brotalínunni og límið þau svo saman.
Vitnin þrjú
„Við berum því vitni að [þessir hlutir] eru sannir.“
„Vitnisburður þriggja vitna,“ Mormónsbók.
-
Oliver Cowdery, David Whitmer og Martin Harris voru vinir spámannsins Joseph Smith.
-
Þeir sáu engil sem sýndi þeim gulltöflurnar. Þeir skráðu niður vitnisburð sinn. Þið getið lesið hann á eftir formála Mormónsbókar.
-
Þeir voru einir af þeim fyrstu sem skírðust sem meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.
Lucy Mack Smith
1775–1856
„Þessi bók var okkur færð fyrir kraft Guðs.“
Lucy Mack Smith, History of Joseph Smith [Saga Joseph Smith] (Bookcraft, 1958), bls. 204
-
Hún var móðir Josephs Smith.
-
Hún kenndi börnum sínum um Guð. Þau báðu og lásu Biblíuna saman.
-
Hún fór fyrir hópi heilagra sem fór á báti til Kirtland. Hún hvatti hina heilögu til að biðja, þegar vatnið fraus. Ísinn brast svo að báturinn gæti siglt í gegn!