2021
Hittið Raiarii frá Tahítí
Mars 2021


Hjálparhendur um allan heim

Hittið Raiarii frá Tahítí

Hittið Barnafélagsbörn sem hjálpa öðrum, eins og Jesú gerði.

photo of Raiarii in Tahiti climbing a tree

Upplýsingar um Raiarii

Aldur: 9 ára

Frá: Tahítí

Tungumál: Franska

Fjölskylda: Mamma, pabbi, þrír bræður og ein systir

Markmið og draumar: 1) Læra að spila á píanó. 2) Lesa alla Mormónsbók. 3) Verða læknir eða flugmaður.

Hjálpandi hendur Raiarii.

Raiarii nýtur þess að heimsækja ömmu sína, Mamy. Hann getur leikið sér á ströndinni og veitt fiska í lóninu. Hann borðar mangó og banana beint af trjánum. Fyrir nokkrum árum hitti hann vini Mamy, Kali og Miu.

Á hverjum morgni lásu Raiarii og Mamy Mormónsbók saman. Kali og Mia slógust í hópinn. Raiarii hjálpaði við að útskýra ritningarnar svo að einfaldara væri að skilja þær.

Raiarii og bræðrum hans fannst gaman að hjálpa Kali að veiða fisk. Einn dag sagði Raiarii: „Við skulum biðja fyrir því að vera örugg og veiða fullt af fiskum.“ Þennan dag veiddi Kali meiri fiska en nokkru sinni áður! Kali ákvað að fara alltaf með bæn, áður en hann fór að veiða.

Raiarii var að undirbúa sig til að láta skírast. Hann sagði Kali allt um það. Trúboðarnir komu svo og kenndu Kali og Mia meira um fagnaðarerindið. Þegar Kalia og Mia skírðust, var Raiarii þar. „Ég er svo glaður að Kali vildi fylgja í fótspor Jesú,“ sagði hann.

Það sem Raiarii heldur upp á

Staður: Heima hjá Mamy

Saga um Jesú: Þegar hann mettaði mannfjöldann með tveimur fiskum og fimm brauðhleifum

Barnasöngur: „I Know That My Savior Loves Me [Ég veit að frelsarinn elskar mig]“ (Friend, mars 2015)

Matur: Sashimi úr ferskum sjávarfiski og súkkulaðikaka eftir uppskrift langömmu og langafa hans

Litur: Rauður

Fag í skóla: Stærðfræði

Raiarii með Kali og nokkrum fiskanna sem þeir veiddu.

Friend Magazine, 2021/03-04 Mar/Apr

Myndskreytingar eftir Maarten Lenoir