Skírnarloforð mín
Ástúðlega [fjórðapartsnóta] = 108
1. Jesús hlýddi himneskum föður,
honum unni afar heitt.
Skírast vildi’ í vötnum Jórdan,
valdi himins var þar beitt.
Því vegur vísar himins til,
frá vatni skírnar ég Jesú fylgja vil.
2. Ég mig skuldbind skírnarvatni’ í,
stýri lífi’ á Herrans braut,
hugga mædda, hvetja hrjáða,
mikla Krist í hverri þraut.
Því helgur andi hjálpar mér
að heiðra frelsarann á jörðu hér.
3. Eftir lífsins leiðsögn þessa,
lifa skal ég boðorðin.
Leita’ að ljósi friðarandans,
heiðra’ og halda loforðin.
Með sakramenti minnist hans
og þá miskunn hlýt fyrir blessun lausnarans.