Frá Æðsta forsætisráðinu
Hann er upprisinn!
Tekið úr „Hann er upprisinn,“ Líahóna, apríl 2013, 4–5.
Upprisa Jesú Krists gefur okkur von. Hún gaf mér von sumarið 1969, þegar móðir mín lést. Ég var sorgmæddur vegna þess að ég var tímabundið aðskilinn frá henni.
Ég fann samt gleði þegar heilagur andi sagði mér að upprisan væri sönn. Ég get séð í huga mér hvernig það verður að sjá móður mína og aðra ástvini aftur einn daginn.
Jesús Kristur reis upp frá dauðum. Vegna hans munu öll börn himnesks föður, sem í heiminn fæðast, rísa upp í líkama sem aldrei mun deyja.
Sagan um páskana
Klippið út spjöldin og límið þau á pappír. Gatið holurnar og bindið þær saman með spotta. Nú átt þú páska-sögubók!
-
Jesús Kristur reið inn í Jerúsalemborg á ösnu. Fólkið lofaði hann og lagði pálmagreinar á jörðina. (Sjá Markús 11:1–11.)
-
Jesús heimsótti musterið. Hann læknaði þá sem blindir voru og haltir. (Sjá Matteus 21:12–14.)
-
Öfundsjúkir prestar borguðu einum af lærisveinum Jesú Krists, Júdasi Ískaríot, 30 silfurpeninga til að framselja hann. (Sjá Matteus 26:14–16.)
-
Jesús borðaði páskamáltíðina með lærisveinum sínum. Hann gaf þeim sakramentið til að hjálpa þeim að muna eftir honum. (Sjá Matteus 26:19–20, 26–28).
-
Jesús fór til Getsemane til að biðja til himnesks föður. Þar tók hann að þjást fyrir syndir okkar. Fólk með sverð kom og tók hann fastan. (Sjá Matteus 26:36–50.)
-
Jesús þjáðist og dó á krossinum. Líkami hans lá í gröf með stórum steini fyrir munanum. (Sjá Matteus 27:27–35, 57–60.)
-
Englar rúlluðu steininum frá. Þeir sögðu Maríu Magdalenu og fleiri konum að Jesús væri upprisinn. Jesús birtist konunum og þær tilbáðu hann. (Sjá Matteus 28:1–10.)
-
Jesús birtist lærisveinum sínum. Þeir komu við upprisinn líkama hans. Hann sagði þeim að kenna öllum fagnaðarerindi sitt. Jesús Kristur reis aftur upp, svo við munum líka gera það! (Sjá Lúkas 24:36–43; Matteus 28:16–20.)