Sögur úr ritningunum
Stofnun kirkju Jesú Krists á ný
Þann 6. apríl 1830 var sérstakur fundur í bjálkakofa. Joseph Smith stofnaði kirkju Jesú Krists á ný á jörðinni.
Joseph Smith og Oliver Cowdery blessuðu og útdeildu sakramentinu. Þegar fundinum var lokið létu nokkrir skírast.
Nokkrum mánuðum síðar kallaði Guð Emmu Smith til að setja saman söngbók fyrir kirkjuna. Þá gæti fólkið sungið lög á kirkjusamkomum.
Ég tilheyri Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Ég get sungið lög og tekið sakramentið í hverri viku.