2021
Friðartilfinning
September 2021


Frá vini til vinar

Friðartilfinning

Úr viðtali við Lucy Stevenson Ewell.

Ljósmynd
boy sitting in garden on bench with teacher

Morgun einn, þegar ég var 11 ára, vaknaði ég og heyrði raddir úr stofunni. Enginn hafði vakið mig til að fara í skólann, eins og venjulega. Þegar ég fór út til að kanna hvað gengi á, komst ég að því að faðir minn hafði dáið.

Ég fór út í garð á meðan fjölskylda mín ræddi málin í stofunni. Garðurinn okkar var stór og ég hafði unnið með föður mínum að því að hirða vel um hann. Ég settist á bekkinn undir trjánum og grét. Ég var afar sorgbitinn og ráðvilltur.

Eftir nokkrar mínútur sá ég Barnafélagskennarann minn opna hliðið. Hann kom og settist við hlið mér á bekkinn og sagði: „Joni, manstu eftir kennslustundinni síðasta sunnudag um sáluhjálparáætlunina?“ Kennarinn minn útskýrði aftur fyrir mér að sálir okkar eru samtvinnaðar úr bæði anda og líkama. Hann sagði að andi föður míns væri á góðum stað og einn dag myndi hann öðlast upprisu. Einn daginn myndi ég sjá hann aftur.

Þrátt fyrir að ég væri enn sorgmæddur, fann ég frið. Ég man eftir þessari friðartilfinningu í hvert sinn sem ég leiði hugann að þessari upplifun. Barnafélagskennarinn minn þjónaði mér og heilagur andi huggaði mig. Þetta hjálpaði mér að efla vitnisburð minn um elsku himnesks föður og um sáluhjálparáætlunina.

Guð lætur sér annt um ykkur, sama hvað þið glímið við. Þið þurfið ekki að vera fullorðin til að finna staðfestingu andans um að allt verði í lagi. Þið getið eflt vitnisburð ykkar um sáluhjálparáætlun himnesks föður. Þið getið fundið frið.

Ljósmynd
Friend Magazine, 2021/09-10 Sep/Oct Tier 2

Myndskreytingar eftir Arthur Lin

Prenta