Frá Æðsta forsætisráðinu
Syngið fyrir Jesú
Tekið úr „Worship through Music [Tilbeiðsla með tónlist],“ Ensign, nóv. 1994, 9–12.
Söngur sálma og Barnasöngva er ein leið til að sýna elsku okkar fyrir Jesú. Hann setti okkur fordæmi. Í lok síðustu kvöldmáltíðarinnar sungu Jesús og postular hans saman (sjá Matteus 26:30).
Söngur getur:
-
Sýnt elsku okkar til Jesú.
-
Fært með sér heilagan anda.
-
Búið okkur undir að læra fagnaðarerindið.
-
Veitt okkur andlegan styrk.
Þegar þið syngið, íhugið þá orðin sem sungin eru. Þegar þið freistist til að taka slæma ákvörðun, prófið að söngla Barnasöng. Þegar þið syngið, mun ykkur finnast þið nærri himneskum föður og Jesú Kristi.
Kristur færir frið
Nótt eina, þegar Jesús og lærisveinar hans voru um borð í skipi, varð mikill stormur. Lærisveinarnir voru óttaslegnir. Þeir vöktu Jesú og báðu hann um hjálp. „[Jesús] vaknaði, hastaði á vindinn og sagði við vatnið: ‚Þegi þú, haf hljótt um þig!‘ Þá lægði vindinn og gerði stillilogn“ (Markús 4:39).
Litið myndina. Skrifið svo nokkra af ykkar uppáhalds söngvum um Jesú. Þegar þið eruð einmana eða hrædd, syngið þá eitt af lögunum, til að finna huggun og frið.