Hjálparhendur um allan heim
Hittið Porter frá Póllandi
Úr viðtali við Amie Jane Leavitt
Hittið Barnafélagsbörn sem hjálpa öðrum, eins og Jesús gerði.
Upplýsingar um Porter
Aldur: 10 ára
Frá: Bandaríkjunum, en er búsettur í Póllandi
Tungumál: Enska og er að læra frönsku
Fjölskylda: Faðir, móðir, bræðurnir Ethan, Mason og Connor og hundur að nafni Ginger
Markmið og draumar: Verða dýralæknir og annast dýr.
Hjálpandi hendur Porters
Porter leitar alltaf að smáum hlutum sem hann getur gert, öðrum til hjálpar. Heima hjálpar hann foreldrum sínum við að matreiða fyrir fjölskylduna. Í skólanum sér hann til þess að allir fái að taka þátt í leikjum, sérstaklega þau börn sem verða oft útundan. Hann hjálpar að sjá um leikföngin í frímínútum, jafnvel þótt hann hafi ekki leikið með þau. Hann leggur sig líka fram við að hjálpa dýrum. Hann er meðlimur í skólafélagi sem býr til hundaleikföng fyrir hunda í dýraathvörfum.
Porter hjálpar líka með því að taka þátt í BillionGraves-verkefninu. Hann og fjölskylda hans fór í kirkjugarð til að taka myndir af legsteinum. Bróðir hans, Connor, hjálpaði við myndatökuna. Þau sendu síðan myndirnar á vefsíðu verkefnisins. Myndirnar munu hjálpa fólki um heiminn, sem leita að upplýsingum um pólska áa sína.
Það sem Porter heldur upp á
Staður: Virginía, Bandaríkjunum og Hersheypark í Pennsylvaníu, Bandaríkjunum
Saga um Jesú: Þegar hann stillti hafið
Barnasöngur: „Gethsemane“ (Friend eða Liahona, mars 2018)
Matur: Mandoo (kóresk soðkaka)
Litur: Fjólublár
Fag í skóla: Lestur og stærðfræði