2021
Olga Šnederfler
September 2021


Brautryðjendur í öllum löndum

Olga Šnederfler

Fyrsta ráðskona musteris frá Tékkóslóvakíu.

Olga vissi að hún myndi fara í musterið einn daginn.

woman sitting on chair looking at temple pictures

Olga starði á myndina af musterinu sem hékk á veggnum. Hún andvarpaði. Bara ef fjölskylda hennar gæti farið í musterið! Engin musteri voru nálæg og of erfitt var að komast úr landi.

Olga hafði skírst fyrir mörgum árum. Síðan voru trúboðarnir reknir úr landi. Meðlimum kirkjunnar var bannað að fara í kirkju. Þeir gátu ekki einu sinni talað við aðra um trú sína.

Olga hélt samt áfram að lifa fagnaðarerindið. Það gerði Jirí, eiginmaður hennar, líka. Þau báðu og lásu ritningarnar saman. Þau héldu fjölskyldukvöld og kenndu börnum sínum. Á sunnudögum héldu þau sakramentissamkomu í litlu íbúðinni þeirra. Þau hengdu upp fjölmargar myndir af musterum.

Þegar Olga og fjölskylda hennar var einmana, minntust þau þess að um allan heim voru þúsundir meðlima kirkjunnar.

Dag einn gerðist nokkuð spennandi. Russell M. Nelson, aðalforseti sunnudagaskólans, kom í heimsókn til lands þeirra. Olga brosti þegar hún tók í hönd Nelsons forseta. Hann lofaði henni nokkru sérstöku. „Systir, dag einn munt þú fara í musterið.“

Olgu var hlýtt um hjarta. „Þakka þér fyrir,“ hvíslaði hún.

Mánuðir liðu. Svo liðu ár. Olga horfði vonaraugum á musterismyndirnar sem héngu á veggjunum. Að fara í musterið virtist ómögulegt!

Fjórum árum síðar var Olgu og Jirí boðið að fara á aðalráðstefnu í Salt Lake City í Utah, Bandaríkjunum. Olga hafði áhyggjur af því að þau gætu ekki farið. Í landinu þeirra voru ennþá erfiðleikar. Það myndi krefjast mikillar pappírsvinnu að ferðast. Einhvern veginn gekk samt allt upp. Olga fékk fiðring í magann þegar flugvélin hóf sig á loft til Bandaríkjanna. Þetta var kraftaverk!

Olga og Jirí fóru á ráðstefnu og hlýddu á spámanninn. Þau heimsóttu Musteristorgið og fóru í gestamiðstöðina. Besti parturinn var að fara inn í musterið!

Hvítklæddri leið Olgu eins og hún væri í himnaríki, þegar hún gaf Guði sérstök loforð. Hún fékk líka að innsiglast Jirí. Loforð Nelsons forseta hafði ræst!

Olga og Jirí sneru aftur heim. Með tímanum, sneri ástandið í heimalandi þeirra til betri vegar. Að lokum gátu þau aftur farið í kirkju og trúboðarnir máttu kenna á ný.

Dag nokkurn hringdi síminn. Í símanum var Thomas S. Monson forseti. Hann kallaði Olgu til að verða ráðskonu í Freiberg-musterinu í Þýskalandi. Jirí yrði musterisforsetinn.

Olga brosti, er hún stóð í langa, hvíta kjólnum í Freiberg-musterinu. Musterið hafði eitt sinn virst svo fjarri. Nú gat hún notið þess dag hvern! Þetta var dásamlegur draumur, sem hafði ræst.

Svæðið sem Olga bjó á, varð seinna hluti af Tékklandi.

Í Tékklandi eru hundruðir kastala.

Ráðskona musterisins er kvenkyns leiðtogi í musterinu.

Olga átti fleiri en 20 myndir af musterum í íbúðinni sinni.

Hún og Jirí áttu son og dóttur.

Hún útbjó myndaalbúm með myndum af trúboðunum sem kenndu henni.

Friend Magazine, 2021/09-10 Sep/Oct Tier 2

Myndskreytingar eftir Shawna J. C. Tenney