Mikilvægur gestur
Höfundarnir búa í Dar Es Salaam, Tansaníu og Utah, Bandaríkjunum.
Hvernig gæti Ammon hjálpað fjölskyldu sinni að bjóða hinn mikilvæga gest velkominn?
„Stofnið hús … reglu, hús Guðs“ (Kenning og sáttmálar 88:119).
Það var laugardagssíðdegi. Ammon vildi skemmta sér.
„Mamma,“ sagði hann, „má ég fara út og leika?“
„Fyrst verður þú að taka til í herberginu þínu,“ sagði mamma.
„En mamma,“ sagði Ammon, „getur herbergið ekki beðið?“
„Við viljum bjóða einhverjum mikilvægum að vera gestur okkar. Þess vegna viljum við að húsið okkar sé hreint og fínt.“
„Mikilvægur gestur?“ spurði Ammon. „Heima hjá okkur?“
„Já og þú getur hjálpað að bjóða honum,“ sagði mamma. „Farðu þess vegna og taktu til í herberginu.“
Ammon var spenntur. Honum fannst gaman að fá gesti. Hann velti fyrir sér hver gesturinn gæti verið. Bæjarstjórinn? Skólastjórinn? Kannski var það biskupinn!
Ammon fór í herbergið sitt. Fyrst fann hann skítuga sokka á gólfinu. Hann setti þá í þvottakörfuna. Síðan setti hann skólabókina á skrifborðið. Hann vildi að gesturinn sæi að honum fyndist gaman að læra nýja hluti.
Stóra systir Ammons, Angel, kom í herbergið hans. „Hvað ertu að gera?“ spurði hún.
„Mamma sagði að við eigum von á mikilvægum gesti,“ svarað Ammon. „Hún bað mig að hjálpa við undirbúninginn.“
Þau litu bæði upp og sáu mömmu í dyragættinni.
„Hvað meira getum við gert til að undirbúast?“ spurði Ammon. „Við viljum að mikilvæga gesti okkar líði eins og hann sé velkominn.“
„Hefur þú einhverjar hugmyndir?“ spurði mamma.
„Við getum sagt karibu,“ sagði Ammon. Á Svahílí þýði það „þú ert velkominn á heimilið okkar. Þér er velkomið að tala.“
„Við gætum hlustað,“ sagði Angel. „Það er mikilvægt að hlusta.“
„Þetta eru góðar hugmyndir,“ sagði mamma. „Sjáum hvað baba (pabbi) segir þegar hann kemur heim.“
Eftir klukkustund, kom baba heim.
Ammon hafði beðið. „Mamma sagði að við séum að bjóða sérstökum gesti heim til okkar. Við höfum verið að undirbúa okkur.“
Baba brosti. „Ánægjulegt. Komdu nú. Fáðu þér sæti. Tölum saman. Angel, komdu líka.“
Þegar þau öll voru saman, sagði baba: „Mamma og ég höfum verið að tala um sérstaka gestinn okkar og hvað við gætum gert til að bjóða hann velkominn. Fyrir það fyrsta, mun ég segja ykkur hver gesturinn er. Það er heilagur andi. Hann er einn af allra mikilvægustu gestunum.“
Ammon og Angel litu á hvort annað. Þetta var ekki sá sem Ammon átti von á!
„Hann er gestur sem við getum boðið að vera hjá okkur alltaf,“ sagði mamma. „Angel, eftir að þú skírðist, þá varst þú staðfest. Þér var gefin gjöf. Manst þú hvað baba sagði í blessuninni?
„Hann sagði mér að meðtaka hinn heilaga anda.“
„Það er rétt,“ sagði mamma. „Þér var boðið að meðtaka heilagan anda. Ammon, þegar ég sagði að þú gætir hjálpað að bjóða honum, hvað átti ég við?“
Ammon hugsaði sig um. Hann hafði ætlað að útbúa boðskort fyrir gestinn. Hvernig gæti hann boðið heilögum anda? „Ég held að ég bjóði honum með því að gera þá hluti sem bjóða hann velkominn,“ sagði Ammon.
„Það er alveg rétt!“ sagði baba. „Ein leið fyrir okkur að bjóða honum á heimili okkar er að hreinsa og gera fínt.“
„Er það þess vegna sem mamma vildi að við tækjum til í herberjum okkar?“ spurði Ammon.
„Já!“ sagði mamma. Hvað getum við gert í viðbót til að bjóða honum að vera hjá okkur?“
„Við getum beðist fyrir,“ sagði Ammon, „og lesið ritningarnar.“
„Við getum hlustað á góða tónlist,“ sagði Angel. „Við getum sungið sálma saman.“
„Við getum verið góð og sleppt því að rífast,“ sagði Ammon.
„Það er rétt,“ sagði baba. „Þegar við reynum að fylgja kenningum Jesú Krists, bjóðum við heilögum anda að vera hjá okkur. Hann mun hjálpa okkur að upplifa elsku og frið á heimili okkar.“
Ammon hugsaði í augnablik. „Það er rétt, baba. Heilagur andi er einn af allra mikilvægustu gestunum!“