Sögur úr ritningunum
Kirtland-musterið
Guð sagði Joseph Smith að reisa musteri. Það átti að vera hús Guðs.
Hinir heilögu unnu saman að því að reisa musterið. Karlarnir byggðu háa veggi. Konurnar gerðu gardínur og teppi. Börn hjálpuðu við að koma með verkfæri og vatn fyrir vinnufólkið.
Þegar musterið var tilbúið, fóru hinir heilögu inn í það. Þeir sungu sálm og hrópuðu „hósanna!“ Joseph fór með bæn til að vígja (blessa) musterið.
Viku síðar heimsótti Jesús Kristur þá Joseph Smith og Oliver Cowdery í musterinu. Jesús sagði að hann samþykkti musterið sem hús sitt.
Nú eru musteri um allan heim! Hvert og eitt musteri er heilagur staður. Einhvern daginn fer ég þar inn og gef Guði loforð.