Sýna og segja
Það var erfitt að hlusta og sýna lotningu þegar við héldum kirkju heima á tímum heimsfaraldurs. Ég reyndi að hugsa hvernig ég gæti hjálpað til við að gera þessa stund sérstaka og lotningarfulla. Ég fékk hugmynd. Ég tók tvo stóra kassa og notaði þá sem ræðupúlt. Ég var glöð að hafa hjálpað til við að gera heimakirkjuna sérstaka.
Presley F., 9 ára, Saxlandi í Þýskalandi
Þegar ég kem auga á einhvern í skólanum, sem er einmana eða hefur átt erfiðan dag, þá býð ég þeim að leika við mig.
Otilia H., 9 ára, Höfuðborgarsvæði Danmerkur
Ég er þakklátur fyrir lifandi spámann. Ég nýt þess að nema ritningarnar með fjölskyldu minni í hverri viku, með því að nota Kom, fylg mér. Það hjálpar mér að skilja betur kenningar Jesú.
Cannon A., 10 ára, Arizona, Bandaríkjunum
Ég las Mormónsbók þegar ég hafði komið mér í klandur. Mamma mín kom og sá mig lesa og sagði að það væri góð hugmynd til að róa mig. Ég hafði hlýja tilfinningu.
Ellie K., 7 ára, New Hampshire, Bandaríkjunum
Þegar ég var veikur, fann ég fyrir heilögum anda þegar faðir minn veitti mér prestdæmisblessun. Ég er þakklátur fyrir mömmu og pabba.
Everett O., 6 ára, Ohio, Bandaríkjunum
Ég á græneðlu sem gæludýr og þegar hún sleppur, segi ég bæn til himnesks föður og bið þess að hún komi til baka.
Ana C., 6 ára, Espírito Santo, Brasilíu
Vinur minn bauð mér að leika tölvuleik á sunnudegi. Ég vildi það virkilega, en sagði nei. Ég vil halda hvíldardaginn heilagan.
Benjamin C., 9 ára, Kaliforníu, Bandaríkjunum
„Við tilheyrum öll,“ Madison C., 10 ára, Utah, Bandaríkjunum
Alan M., 10 ára, Kaliforníu, Bandaríkjunum
Dallin H., 6 ára,Auckland, Nýja-Sjálandi
„Musterið,“ Vimbai M., 9 ára, Dar es Salaam, Tansaníu