Að hjálpa eins og Jesús
Jesús hjálpaði á marga vegu
Jesús varði lífi sínu í að þjóna og kenna öðrum. Þegar Jesús var yngri, hjálpaði hann föður sínum við trésmíði. Eitt af fyrstu kraftaverkum hans var að hjálpa móður sinni, þegar vínið hafði klárast í brúðkaupi. Hann læknaði þann sem var blindur þegar hann sá hann. Hann hjálpaði börnum að tilheyra og upplifa elsku. Þó svo að við getum ekki framkvæmt sömu kraftaverk og Jesús, getum við samt fylgt fordæmi hans með því að leita leiða til að koma til hjálpar á sem bestan hátt.
Mér finnst gaman að hjálpa við að búa til uppskriftir í eldhúsinu. Ég hef gaman af dýrum, þess vegna elska ég að hjálpa afa mínum að fóðra þau. Þannig hjálpa ég!
Elierys R., 9 ára, Púertó Ríkó